Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 101
Baráttan um orðin 99
Italian-American, Asian-American o.s.frv. (sbr. Cameron 1995:144-
146).
Aðra aðferð, mun róttækari, hafa samtök sumra minnihlutahópa
kosið til að vekja athygli á sér og sínum málstað. Hinni hefðbundnu
leið til umskipta orðfæris, eða umhyggju- eða forsjárhyggjuleiðinni
eins og hún er stundum kölluð (sjá Böðvar Bjamason 1985a, 1985b;
Frost 1997:58-59) er hafnað. í staðinn velja þessir hópar þá leið að
taka vopnið sem beitt er gegn þeim, þ.e. hin gildishlöðnu orð, í sínar
eigin hendur og varpa því tilbaka og gera það þar með skaðlaust. Með
þessu er átt við að þeir kjósa að nota sjálfir út á við þessi neikvæðu
orð16 og færa þau þannig inn í almenna og opinbera umræðu. Tilgang-
urinn er þá sá að með almennri notkun afmáist hinar neikvæðu auka-
merkingar og þá um leið væntanlega dragi úr fordómum í garð þeirra.
Það eru fyrst og fremst samtök samkynhneigðra sem hafa beitt
þessari síðarnefhdu aðferð. Þannig má nefna að margir samkyn-
hneigðir enskumælandi kjósa frekar að vera kallaðir gay heldur en
homosexual, hvorttveggja neikvæð orð, vegna hins læknisfræðilega
yfirbragðs sem þeir vilja meina að orðið homosexual hafi á sér. Orð-
ið gay skírskoti hins vegar í frekari mæli til félagslegrar og pólitískrar
sjálfsmyndar þeirra sem minnihlutahóps. Nýrra dæmi um þessa aðferð
má sjá í notkun orðsins queer hjá vissum róttækum samkynhneigðum
hópum meðal enskumælandi. Orðið, sem hefur á sér afar neikvæðan
blæ, er notað sem vopn í sýnileika- og réttindabaráttu. Það er ekki ein-
ungis samsemdartákn heldur einnig notað til að ögra ríkjandi gildum
samfélagsins um hvaða heitum megi kalla fólk og um leið því hver
ráði yfir tungumálinu, hver ráði því hvaða heiti við gefum hinum ólíku
þjóðfélagshópum (sjá Cameron 1995:144-148).
Þessi hugmyndafræði, sem á rætur sínar í Bandaríkjunum þar sem
risu upp sterkar hreyfingar samkynhneigðra (sbr. Kulick 2000),
breiddist út til sambærilegra hópa í Evrópu. Þannig má nefna að upp
úr 1970 tóku samkynhneigðir Danir tóku að nota meðvitað í réttinda-
baráttu sinni orðið hosse sem þá var „værste skældsord“ (Frost
1997:43). Hluti þeirra klauf sig út úr samtökunum Forbundet af 1948
16 Innan hópsins sjálfs gegna þessi orð hins vegar hlutverki sjálfsemdartákns og
hafa því ekki á sér þennan neikvæða blæ.