Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 103
Baráttan um orðin
101
búa við. Þeir tóku upp þá baráttuaðferð sem sambærileg samtök er-
lendis höfðu beitt, eins og lýst var í kafla 3.2, og kröfðust þess að fá
að vera kallaðir á opinberum vettvangi þeim heitum sem þeir sjálfir
notuðu, þ.e. hommi og lesbía (sbr. Þorvald Kristinsson 2003; Guðna
Baldursson 1992). Fyrir flesta utan hópsins höfðu þessi orð hins veg-
ar niðrandi og neikvæðan blæ. Svo róttækar aðgerðir hlutu að mæta
mótspyrnu, enda var það svo að tilkynning sú sem samtökin vildu
koma á framfæri í Ríkisútvarpinu, og vitnað var til hér að framan í (1)
og endurtekin er hér sem (13), hlaut ekki náð fyrir augum yfirmanna
útvarpsins:
(13) Hommar og lesbíur, munið fundinn í Safnaðarheimili Lang-
holtskirkju í kvöld. Samtökin ‘78.
Þetta var dropinn sem fyllti mælinn í baráttu samtakanna við að festa
í sessi orðin hommi og lesbía sem almenn heiti. Auglýsingabannið
varð að táknrænu gildi í hugum samkynhneigðra fyrir brot á mannrétt-
indum þeirra og tjáningarfrelsi. Þeir undu ekki banninu og mótmæltu
af krafti. Allnokkur umræða spannst um þetta mál í blöðum og flétt-
uðust inn í hana deilur á milli samkynhneigðra og fulltrúa opinberra
aðila sem vildu fara hina hefðbundnu leið að endurnýjun orðfæris á
þessu merkingarsviði, þ.e. með nýmyndun orða, eins og greint verður
frá síðar í þessum kafla (sjá B.G. 1985; Böðvar Björnsson 1985a,
1985b; Helga Hálfdanarson 1983, 1985; sjá einnig umfjöllun um mál-
ið hjá B.G. 1985; Guðna Baldurssyni 1992; Þorvaldi Kristinssyni
2003; Hallfríði Þórarinsdóttur 1999).
Orðin hommi og lesbía voru reyndar ekki einu orðin sem samkyn-
hneigðir vildu koma í notkun sem almenn og hlutlaus heiti. Nafnorð-
ið samkynhneigð og lýsingarorðið samkynhneigður voru einnig orð
sem þeir vildu koma á framfæri í stað hinna gildishlöðnu orða kynvilla
og kynvilltur sem voru ríkjandi á þessum tíma sem og tökuorðsins
hómósexúal og orða dregnum af því (sjá nánar í kafla 4.2).17
17 í þessu sambandi má nefna að fyrstu starfsár Samtakanna ‘78 var undirheiti
hreyfingarinnar Félag hómósexúal fólks á íslandi en því var breytt árið 1981 í Félag
lesbía og homma á íslandi (skv. munnlegum upplýsingum frá Þorvaldi Kristinssyni).