Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 105
Baráttan um orðin
103
tvíþættu skiptingu orða í form og merkingarmið og flokkun orða í
ólíka flokka eftir henni, féllu orðin hommi og lesbía því ótvírætt í
fjórða flokk. Greiningin er hér endurtekin til þæginda fyrir lesandann:
(14) 12 3 4
form: hlutlaust ljótt hlutlaust ljótt
merkingarmið: hlutlaust hlutlaust Ijótt ljótt
Ljótleiki orðanna var tvöfaldur samkvæmt þessu. Hann var falinn
bæði í merkingarmiðinu, því hér er komið inn á bannhelgt svið, og í
forminu þar sem um er að ræða hvorttveggja í senn slettur og slangur.
bað var því vart við öðrum viðbrögðum að búast á þessum tíma. Hér
rákust á andstæð viðmið, annars vegar viðmið hins opinbera og al-
menna sem fellir orðin hommi og lesbía í fjórða flokk og hins vegar
viðmið tiltekins þjóðfélagshóps sem lítur á þessi orð sem hlutlaus
bæði að formi og merkingarmiði. Með kröfu sinni um að fá að nota
þessi orð í tilkynningum frá sér voru Samtökin ‘78 því í raun að knýja
á um að breyta merkingu og notkunarsviði orða, að færa þau úr fjórða
flokki í fyrsta flokk. Sé horft á formið eingöngu þá er fólgin í slíkum
aðgerðum útvíkkun á hinu formlega málsniði, sem var og er í heiðri
haft hjá Ríkisútvarpinu (sbr. Árna Böðvarsson 1989:59-62),18 með
því að innlima þar þessi orð og gera þar með slangur að almennum
orðaforða og slettur að tökuorðum.19
I slíkum aðgerðum er falin heilmikil málstýring, sbr. umræðu í
þriðja kafla, og því ekki undarlegt að hún mæti andspymu, einkanlega
þar sem hún kemur úr grasrótinni en ekki „að ofan“.20 Það verður enn
18 Segja má að hið ríkjandi málsnið hjá Ríkisútvarpinu sé enn formlegt þótt þar
heyrist meira nú en áður venjulegt talmál í kjölfar breyttra áherslna í þáttagerð. Þetta
á þó einkum við efni á Rás 2.
19 Hér er gerður hinn hefðbundni greinarmunur á slettum og tökuorðum sem felst
1 því að tökuorð eru aðlöguð að málkerfinu og viðurkennd í formlegra málsniði en
slettur ekki.
20 Vissulega má rekja tilurð fjölmargra nýyrða til grasrótarinnar, til almennings,
emkum þó þeirra sem í starfi sínu vinna með íslenskt mál, eins og þýðenda, frétta-
manna og auglýsingastofa. Það er því fjarri því að sérstakar orðanefndir eigi heiður-
mn að öllum nýyrðum. Hins vegar tilheyra þau nýyrði sem almenningur smíðar oftast
hinum almenna orðaforða en orðanefndir sinna nýyrðasmíð sérhæfðra orða, hinna