Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 108
106
Þóra Björk Hjartardóttir
samkynhneigðir sjálfir knúðu á um eða orð þau sem orðanefndin lagði
til? Það verður kannað í næsta kafla.
4.2 Staðan nú á tímum og dæmi um þróun einstakra orða
Til að leita svara við því hver niðurstaðan varð úr baráttunni um orð-
in og jafnframt til að sjá þróun orðfærisins var dæma leitað í Gagna-
söfnum Orðabókar Háskólans svo og í öllum þremur útgáfum ís-
lenskrar orðbókar um íyrrgreind orð sem hvorir um sig, samkyn-
hneigðir og orðanefndin, héldu fram. Afdrif orðanna kynvillingur og
hómósexúal, svo og orða af sama stofhi, voru einnig athuguð í sama
efniviði.21 Gagnasöínin innihalda ritmálssafn, þ.e. orð sem safhað
hefur verið úr rituðu máli frá 16. öld og fram á síðustu áratugi 20. ald-
ar; talmálssafn sem er safn orða úr mæltu máli á 20. öld, og textasafn
sem eru tölvutækir textar af margvíslegu tagi (dagblöð, skáldverk,
fræðitextar, frásagnir og tímaritsgreinar) frá níunda og tíunda áratug
20. aldar (sjá http://www.lexis.hi.is/sofn_ny.html).22 Mjög var dregið
úr skipulagðri orðtöku upp úr 1980 þegar farið var að tölvusetja seðla-
safnið og því eru flest dæmi í ritmálssafhinu frá því fyrir þann tíma
(sbr. http://www.lexis.hi.is/saga_ny.html). Þau nýtast því fyrst og ffemst
til að varpa ljósi á sögulega þróun orðanna. Textasafnið er betri heim-
ild um notkun þeirra í samtímanum.
í suttu máli eru niðurstöðurnar á þá leið að orðin hommi, lesbía,
samkynhneigður og samkynhneigð eru þau orð sem eru ríkjandi nú á
tímum, notuð sem hlutlaus orð (sjá dæmi úr textasafhi Orðabókar Há-
skólans í (15), (16) og (20)). Orðin kynhvarfi, kynhvarfur og kynhvörf
eru mun fátíðari þótt þau hafi verið notuð að einhverju marki á vissu
tímabili (sjá dæmi í (23)). Hins vegar er svo að sjá sem orðin hómi og
lespa hafi aldrei komist í notkun, a.m.k. er engin dæmi um þau að
21 Hér er ekki um að ræða ítarlega sögulega rannsókn á orðfærinu heldur ber að
taka niðurstöðurnar sem drög eða vísbendingar. Því eru heldur ekki hér til athugunar
önnur orð sem útbreidd hafa verið íyrr á tímum um samkynhneigða, svo sem orðið
sódómískur, né heldur nýleg orð eins og slanguryrðið gay sem nokkuð ber á nú á tím-
um.
22 Ekki var farin sú leið að leita dæma á netinu. Fjöldinn hefði orðið yfirþyrm-
andi.