Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 109
Baráttan um orðin
107
finna í gagnasöfnum Orðabókarinnar né heldur eru þau uppflettiorð í
neinni útgáfu Islenskrar orðabókarP Gagnasöfnin gefa til kynna að
dregið hefur verulega úr notkun orðanna kynvillingur, kynvilltur og
kynvilla (sjá dæmi í (24) og (25)) og má leiða líkum að því sama fyr-
ir hið erlenda orð hómósexúal (sjá 4.2.5). í köflunum sem hér fara á
eftir (4.2.1-4.2.5) verður gerð nánari grein fyrir niðurstöðum dæma-
leitarinnar. Að því loknu (kafli 4.2.6) er þróun orðanna hommi og les-
bía, sem eru þungamiðja þessarar greinar, greind út frá skýringarlík-
aninu sem sett var fram í (4) og endurtekið í (14) hér að ffaman.
4.2.1 Hommi og lesbía
Gríðarlegur fjöldi dæma fannst um þessi orð í textasafninu, einkum
um orðið hommi, eða 321 alls. Þau voru talsvert færri um orðið lesbía
eða 96 talsins. Munurinn á fjölda dæmanna stafar eflaust af því að
meira er rætt um homma en lesbíur, karlarnir eru miðlægari í umræð-
unni hér eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Dæmin eru úr textum
af margvíslegu tagi en þó nokkuð mörg dæmi eru reyndar úr textum
þar sem málefni tengd samkynhneigð eru sérstaklega til umræðu. Það
breytir hins vegar myndinni lítið, þetta eru hin venjulegu orð sem not-
uð eru. Hér verða fáein dæmi tekin sem sýnishorn, langflest úr textum
almenns eðlis en ekki úr textum þar sem samkynhneigð almennt er til
umfjöllunar. Fyrst eru dæmi um orðið hommi:
(15)a. ... konur hafi mikið að læra af baráttu homma og gagnrýnu
hugarfari þeirra. (..Aelsk.rit, 63) 24
23 Það læðist að manni sá grunur að þau hafi verið mynduð til að friðþægja sam-
kynhneigða eða koma til móts við óskir þeirra um orðin hommi og lesbía, orð sem
orðanefndin taldi ótæk eins og greint var frá í 4.1, því nefndin hélt annars fyrst og
fremst fram orðinu kynhvarfi. Það orð gátu samkynhneigðir ekki sætt sig við, m.a.
vegna þess að þeir töldu það fela í sér mismunun: í orðinu fælist merkingin ‘umsnú-
ið’ eða ‘öfugt’, og þá frá því sem teldist rétt, og því væri „afstaðan til samkynhneigð-
ar ... óbreytt og ... bundin í orðinu“ (Böðvar Bjömsson 1985a). Þessi merking skerp-
ist vissulega þegar orðinu er stillt upp gegn andheitinu kynvís (sem nú hefur verið leyst
af hólmi af orðinu gagnkynhneigður) sem orðanefndin lagði til (sjá Orðaskrá úr upp-
eldis- og sálarfrœði 1986).
24 Dæmin eru hér tilgreind nokkurn veginn eins og þau birtust með tölvuleit. Eins
°g sjá má vantar stundum orð framan eða aftan á setningar og er það auðkennt með