Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 111
Baráttan um orðin
109
um útgáfum tslenskrar orðabókar sem og í dæmum úr ritmáls- og tal-
málsafni Orðabókarinnar. Orðin hommi og lesbía er ekki að finna í út-
gáfu íslenskrar orðabókar 1963. Það gæti bent til þess að þau hafi al-
mennt ekki verið þekkt þá heldur einungis notuð í lokuðum hópi sam-
kynhneigðra sjálfra25 og/eða verið svo gildishlaðin, bæði að merking-
armiði og formi sem slettur og slanguryrði, að þau hafi vísvitandi ver-
ið útilokuð. í útgáfunni 1983 er hommi merkt með spumingarmerki
sem skýrt er í inngangi (bls. xix) sem tákn fyrir „vont mál, orð eða
merking[u] sem forðast ber[i]“. Orðið lesbía er hins vegar ekki að
finna í þessari útgáfu. í útgáfunni 2002 eru engin merki, hvorki við
orðið hommi né lesbía. Merki um málsnið eru annars notuð í þessari
útgáfu eins og venja er í orðabókum. Þetta má því túlka sem svo að lit-
ið sé á þessi orð sem hlutlaus.
Nokkur dæmi eru um orðin hommi og lesbía og orð dregin af þeim
í ritmálssafni Orðabókarinnar. Elsta dæmið um homma frá 1969 og
lesbískur frá fyrri hluta 20. aldar. Örfá dæmi eru um orðið hommi í tal-
málssafninu, það elsta frá árinu 1960, en ekkert um orðið lesbia.
Greina má þróun í notkun orðanna frá því að vera niðrandi orð til hlut-
lausra orða þegar komið er fram á níunda áratug 20. aldar. Fyrst er hér
sýnishorn af dæmum um orðið hommi:
(17)a. hommi = kynvillingur (Talmálsaln, 1960)
b. Síðar var mér sagt að það ættu að vera piltar en ekki stúlkur,
Omar [::Kajam] hefði verið hommi. (JÓskSnill, 158, 1969)26
c. en hommi enginn svo vitað sé nema Ólafur gossari, svo sem
um hann er skráð. (MálfrESam,139, 1977)
d. Flestir kommar / eru dópistar / og hommar------ekki satt?
(Rétturl975, 264, 1975)
e. Bjami íslenskukennari [ [...]] með skeggið einsog rasshár á
gömlum homma. (EKárAsn,13, 1981)
25 Samkvæmt upplýsingum frá Þorvaldi Kristinssyni munu þessi orð hafa komið
fram á fimmta áratug 20. aldar.
26 Skammstöfunin sýnir úr hvaða riti dæmið er tekið og má sjá leyst upp úr þeim
1 heimildaskrá. Síðan er blaðsíðutal og að lokum ártal sem sýnir útkomuár ritsins eða
hvaða ár dæmið var skráð þegar um er að ræða dæmi úr talmálssafni.