Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 112
110
Þóra Björk Hjartardóttir
f. Christian Kampmann segir ffá hlutskipti hommans í endur-
minningum sínum og auðmýkingu þess sem neyðist til að leyna
kynferði sínu fýrir umheiminum.
(TímMM 1981,321, 1981)
g. sögur hans fram að fyrri heimsstyijöld boða lífsnautn og frelsi
og sýna vilja til að brjótast undan borgaralegri og lúterskri sið-
fræði, einkum L’Immoraliste (Siðleysinginn, 1902), sem lesa
má sem varnarrit fýrir homma. (TímMM 1987, 331, 1987)
Þá þau dæmi sem fundust um orðið lesbía og orð dregin af því:
(18) a. Seytján ára gamall tók ég þátt í spænskum og frönskum næt-
ursvöllum þar sem naktar konur [...] léku lesbíska skraut-
dansa. (HKLVef, 128, 1927/1957)
b. Ég hélt að ballerinnur tækju hárið í hnút í hnakkanum eins og
lesbíur í kvikmynd. (ÞBertStefn, 60, 1970)
c. Kvenfólk [...] skiptist í mellur lesbíur og gamlar kellingar.
(AuðHHvunn, 161, 1979)
4.2.2 Samkynhneigður og samkynhneigð
Fá dæmi, eða níu alls, eru í ritmálssafni Orðabókarinnar um orðið
samkynhneigður og skyld orð, eðli málsins samkvæmt því þetta eru
ung orð í málinu eins og greint hefur verið lfá. Elsta dæmið er ffá ár-
inu 1978 úr grein í tímaritinu Rétti. Talmálssafnið geymir hér engin
orð.27 Hér eru nokkur þeirra:
(19) a. Það tók að gæta tilhneigingar til hugmyndafræði, sem skipar
kynferðismálum í fýrirrúm með allan forgang, t.d. samkyn-
hneigð gerð með sérdeilis mikilvægu atriði.
(Réttur 1978, 49, 1978)
27 Að engin dæmi eru um þetta orð né fæst orða á þessu sviði í talmálssafni Orða-
bókarinnar ber ekki að taka sem vísbendingar um að orðið hafi ekki útbreiðslu í
mæltu máli. Orðasöfnunin einskorðaðist lengi vel við orð tengd eldri atvinnuháttum
og þjóðfélagsaðstæðum (sbr. http://www.lexis.hi.is/sofn_ny.html). Það er fyrst á allra
síðustu orðum sem breytinga gætir í efnisöflun á þann hátt að farið er að safna orðum
á fjölbreyttari sviðum.