Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 113
Baráttan um orðin
111
b. Allt sem hindraði hjón í að breyta eftir þessu boði var nú talið
verk Djöfúlsins hvort sem um var að ræða rofnar samfarir,
getnaðarvarnarlyf, fóstureyðingu, samkynhneigð.
(TímMM 1989, 253, 1989)
c. Þetta fjölluðu skáldsögur síðasta árs um: Morð, drykkjuæði,
eiturlyijavélar [...] samkynhneigða ofbeldisskáta, feig ung-
menni [...] geðsýki. (TímMM 1990 lh, 67, 1990)
Orðin samkynhneigður og samkynhneigð voru ekki komin ífam á sjón-
arsviðið þegar íslensk orðabók var fyrst gefin út 1963. í útgáfúnni 1983
eru þau merkt sem læknisfræðileg orð. í útgáfúnni 2002 eru hins vegar
engin merki eru við þau sem má túlka þannig að orðin séu hlutlaus.
í textasafninu fundust allmörg dæmi orðið samkynhneigður og
skyld orð, eða um 150 alls, og er ekki að sjá neinar niðrandi auka-
merkingar í notkun orðanna. Hér eru fáein þeirra tilgreind:
(20)a. ... verður tíðrætt um. Þess eru ófá dæmi að samkynhneigðir
hafi fúndið sér farvegi ... (.. Askiln.rit, 41)
b. Mér finnst æðislegt að eiga samkynhneigða systur. Við höf-
um stutt ... (.. .\mannlif.txt, 64)
c. ... vissulega lyfit grettistaki í málefnum samkynhneigðra en
núna finnst mér þau ... (.. .\mannlif.txt, 65)
d. ... brátt koma út úr skápnum og viðurkenna samkynhneigð
sína. (...\moggi\folk.gr, 62)
e. Athyglisverð kvikmynd þar sem samkynhneigð kemur við
sögu. (...\frttab~l\021213.txt, 63)
4.2.3 Kynhvarfi, kynhvarfur og kynhvörf
Ekki er hægt að segja að nýyrðin kynhvarfi, kynhvarfur og kynhvörf
hafi náð neinni fótfestu í málinu, fremur en orðin hómi og lespa (sbr.
ummæli í 4.2), þótt finna megi dæmi um þau, því þau eru ekki mörg
°g flest þar að auki úr sama ritinu.
Orðin kymhvarji, kynhverfingur, kynhverfur,2S kynhvörf eru öll upp-
flettiorð í íslenskri orðabók 1983 og 2002, merkt sem sjaldgæf orð í
28 Stofnsérhljóð orðsins breyttist gjarnan í meðforum eins og sjá má af þeim
dæmum sem til er að dreifa.