Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Síða 115
Baráttan um orðin
113
eins og nefnt var hér framar. Þetta sýnir vel að þessi orð náðu aldrei
neinni útbreiðslu að heitið getur. Nokkur þeirra skulu nú tilgreind:
(23) a. ... sem gefið var í skyn í Frakklandi af kynhverfum að við
værum par. (.. Agerdur.rit, 25)
b. ... venjulegum skilningi þess orðs. Flestir kynhvarfir einstak-
lingar eru ánægðir ... (.. Asalfr.rit, 6)
c. Kynhvörf. Hugtakið homosexualismi, kynhvörf, getur vísað
bæði til karla og ... (.. Asalfr.rit, 6)
d. ... fundist marktækur líkamlegur munur á kynhvörfum og
kynvísum (heterosexual) ... (.. Asalff.rit, 6)
e. ... vegna hræðslu hans við sína eigin kynhverfu.
(...\mann3-93.rit)
4.2.4 KynviIIingur, kynvilltur og kynvilla
Kynvillingur er það orð sem ríkjandi var meginhluta 20. aldar um sam-
kynhneigða. A fjórða tug dæma um orðið kynvillingur og samstofna
orð má finna í ritmálssafni Orðabókarinnar, ein sér eða í samsetning-
um. Yngstu dæmin frá því um 198 029 og þau elstu frá árinu 1922 að
undanskildu einu dæmi úr Biblíunni frá 1841. Eitt dæmi er um orðið í
talmálssafninu í þessari merkingu.
(24) a. kynvilling, hjónabandsrof, hórdómur og lauslæti30
(Spek. 14, 26, 1841)
b. Þær eru það sem kallað er kynvillingar. (Skím 1922, 96, 1922)
c. Þetta er gei t til þess að fyrirbyggja að illa sé með drengina far-
ið, og eins hitt, að þeir lendi ekki í klóm kynvillinga.
(Ægir 1940, 153, 1940)
d. Almennt er talið, að í níði hafi verið brigzl um kynvillu.
(EÓSÍslbókm I, 88, 1962)
23 Ekki er hægt að líta á tímasetningu yngstu dæmanna sem vísbendingu um það
að orðið hverfi að mestu úr málinu eftir þann tíma því mjög var dregið úr skipulagðri
orðtöku upp úr 1980, eins og fram kom í 4.2.
Sama orðið, í annarri mynd, er notað í nýjustu þýðingu Biblíunnar á sömu
firein. Þar segir: „kynvilla, hjónabandsriftingar, hórdómur og saurlífi'1 (sjá Apobýfar
bœkur... 1994:14,26)