Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 116
114
Þóra Björk Hjartardóttir
e. Útþrælkuð móðir og bústýra kynnist kynvilltum manni í
gestaboði. (Árið 1978, 252, 1978)
f. kynvillingur Andrés Bjömsson (eldri) bjó til orðið í samtali
við Jón kalda31 (að sögn Jóns). (Talmálssafn, óársett)
Eins og sjá má af síðasta dæminu hafa þessi orð verið eignuð Andrési
Björnssyni eldri. Það kemur einnig fram hjá Þórbergi Þórðarsyni
(1933:304) sem segir Andrés hafa prýtt „nakinn blett í hinu annars
þrautræktaða kynferðismáli íslendinga með orðunum kynvilla og kyn-
villingurÞ Ekki kemur fram hvenær orðin hafi verið mynduð en Andr-
és lést árið 1916 (íslenzkar æviskrár 1948-1952, 1:7). Allt eins má
gera ráð fýrir því að hann hafi haft dæmið úr Biblíunni sem fýrirmynd
þótt ekkert sé auðvitað hægt að segja með vissu í þeim efnum. í upp-
hafi var orðið helst notað sem fræðiheiti en dæmin sýna að fljótlega
fer það að fá á sig niðrandi blæ.
Athyglisverðar eru í þessu sambandi breytingar á upplýsingum
með orðunum kynvillingur og skyldum orðum í Islenskri orðabók sem
endurspegla tíðaranda og viðhorf hverju sinni. Þau eru merkt sem
læknisfræðileg orð í útgáfunum 1963 og 1983 en hins vegar merkt
sem niðrandi orð í útgáfunni 2002. Þetta má vel sjá í þeim dæmum
sem fundust í textasafninu um þessi orð. Einungis 30 dæmi fundust
sem eru þó nokkuð færri en dæmin um kynkvarfi (51 dæmi) svo ekki
sé talað um samkynhneigður (150 dæmi) eða hommi og lesbía (417
dæmi), sbr. umfjöllun hér að framan. í sumum dæmanna er auk þess
verið að fjalla um orðanotkun fýrri tíma fyrir samkynhneigð og þau
eru því ekki heimild um mál samtímans. Mörg dæmanna bera ótvírætt
vitni um hina niðrandi aukamerkingu sem oftlega er falin í notkun
orðsins. Hér er sýnishorn af dæmum þessum:
(25)a. í fornsögum ber mikið á brigslum um kynvillu, svo að sumir
fræðimenn ... (.. Ahug.rit, 59)
b. ... stóð á fætur og klofaði yfir Nowak. Eða kynvilltur, ef þér
líkar það orð betur!“ (.. Ajoi.rit, 90.)
31 Jón kaldi var Jón Sigurðsson írá Kaldaðamesi (Kallaðarnesi), skrifstofiistjóri
Alþingis, fæddur 1886, látinn 1957 (sbr. íslenzkar œviskrár 1976:292).