Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 117
Baráttan um orðin
115
c. ... í París eða drekka þar á kaffihúsum kynvillinga, og eru
óþekkjanlegir í sjón ... (.. Aerro-93.rit)
d. ... aðila bar á góma voru þeir kallaðir kynvillingar eða öf-
uguggar. (...\nytt-93.rit, 8)
4.2.5 Hómósexúal
Einungis eitt dæmi fannst um orðið hómósexúal í ritmálssafninu og
ekkert í talmálssafninu:
(26) Þú hlýtur að vera hómósexúalisti, lýsti því síðan hversu hat-
ramleg áhrif það hefði á kynkirtla sína að heyra múnka sýngja
saman gregóriskan unisono. (HKLSkáld, 10, 1963)
Sárafá dæmi fundust í textasafninu, aðeins 17, flest með vísun til eldri
tíma eða notuð sem fræðiorð samhliða öðrum á sama sviði. Þijú þeirra
má sjá hér:
(27) a. í menntó stalst ég til að fletta upp á hómósexúalisma í sál-
fræðibókum ... (.. Aelsk.rit, 42)
b. Kynhvörf Hugtakið homosexualismi, kynhvörf, getur vísað
(.. Asalfr.rit, 6)
c. ... leika Hamlet. Samt hef ég aldrei haft hómósexúelar
kenndir. Þegar ég fór að ... (.. Atmm894.rit, 15)
Engin dæmi eru um orðið í íslenskri orðabók. Sú staðreynd, svo og
dæmafæðin í gagnasafninu, á eflaust rætur sínar að rekja til hins er-
lenda yfirbragðs orðsins, það hefur vegna þess síður ratað inn í ritað-
an texta. Engu að síður má nokkuð víst telja að orð þetta sé nú sáralít-
ið notað.
4-2.6 Niðurstaða
Svo róttækar aðgerðir sem að breyta merkingu og notkunarsviði orða
eins og hommi og lesbía takast ekki á einni nóttu, það þarf baráttu til.
En enginn vafi leikur á því að aðgerðirnar hafa tekist og orðin hommi
°g lesbía eru nú hluti af hinum almenna orðaforða eins og dæmi þau
Sem hér hafa verið rakin eru vitnisburður um. Orðin eru aðlögðuð við-
Urkennd tökuorð, hlutlaus og án gildishlaðinna aukamerkinga, að svo