Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 128
126
Þórunn Blöndal
e. Bera allir áheyrendur frásagnarinnar ábyrgð á endurgjöfinni?
(kafli 3.7)
f. Hefur það áhrif á ffásögnina ef lítið er um endurgjöf? (kafli 3.8)
Greininni er skipt í fjóra kafla. 2. kafli er helgaður umfjöllun um end-
urgjöf. Þar er m.a. rætt um hlutverk hlustenda í samtölum og form og
virkni endurgjafar. í 3. kafla verður greint frá athugun minni á endur-
gjöf í frásögnum í íslenskum samtölum og í 4. kafla verða niðurstöð-
ur dregnar saman.
2. Hvað er endurgjöf?
2.1 Hlutverk hlustenda
Ein af þeim reglum sem frumherjar samtalsrannsókna bentu á í önd-
verðu var sú að í samtölum virðist stefnt að því að einn tali í einu
(Sacks o.fl. 1974). Aðeins einn þátttakenda „hefúr orðið“ sem kallað
er hverju sinni, síðan tekur annar við, m.ö.o. þeir skiptast á um að tala.
í málrannsóknum hefur sjónum oftast verið beint að mælandanum og
því sem hann hefur til málanna að leggja en hinum, þeim sem hlustar,
verið gefinn lítill gaumur. Þótt talað sé um tvö hlutverk í samtali, þ.e.
sendanda og viðtakanda, verða þeir sem tala saman að vera hvort
tveggja í senn allan tímann sem samtalið stendur yfir. Sá sem talar
hlustar á sjálfan sig, hann vegur og metur það sem hann segir, endur-
tekur, umorðar og lagfærir ef þörf er á. Þeir sem hlusta hafa líka hlut-
verki að gegna í samtölum. Þeir þurfa að fylgjast vel með svo þeir geti
gripið inn í þegar þeir fá orðið og það er ætlast til þess að þeir láti í sér
heyra öðru hverju til að láta í ljós að þeir séu með á nótunum; hlust-
andinn þarf að „gefa grænt ljós“ á að viðmælandi hans haldi áfram eða
bregðast við því sem sagt er á annan hátt. í (2) má sjá dæmi úr sam-
tali um inngrip þeirra sem hlusta:
Hvaö er málið?
(2) i. A: nei[sko málið er það]7
2. B: [nei ég meina ]
7 Þátttakendur eru merktir bókstöfum, A, B, C. Línur eru tölusettar svo auðveld-
ara sé að vísa í þær. Örvar framan við segð benda lesanda á það sem um er rætt hverju