Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 141
139
Endurgjöf í samtölum
hveijum toga, t.d. á mörkum setningarliða, á mótum tveggja setninga, þar
sem skil verða í tónfalli og innihaldi þess sem sagt er. Þegar allir þessir
þættir koma saman er talað um samsettar skiptistöðvar (e. Complex
Transition Relevant Places; CTRP). Ford og Thompson (1996:154)
halda því fram að mælendaskipti lendi oftast á samsettum skiptistöðv-
um enda eru merkin þar ótvíræð. Þær hafa bent á (1996:156) að
syntax in itself is not the strongest predictor of speaker change. Syntact-
ic completion is, however, one of the features associated with, though
not definitive of, CTRPs, since intonational and pragmatic completion
points regularly fall at points of syntactic completion.
Mín gögn benda til að einmitt á þessum samsettu skiptistöðvum sé lík-
legasti staðurinn fyrir endurgjöf og e.t.v. líka besti staðurinn til að
sannfæra sögumann um að enn megi hann halda orðinu. Tafla 4 sýnir
þessa tilhneigingu:
staðsetning
endurgjafar Sl
á mðrkum setn.liða/
setninga/málsgreina/lotna 3
önnur staða 4
alls 7
S2 S3 S4 S5 S6 S7 S8
S9 SIO Sll Alls
6 5 2 1
1 1
7 6 2 1
6
6
4 6 5 5 5 48
111 9
4 7 6 6 5 57
Tafla 4: Setningafrœðileg/samskiptaleg staðsetning endurgjafar
Eins og taflan sýnir lendir endurgjöfin í 48 skipti af 57 á liðamótum í
samtalslotunni, þ.e. á mörkum af ýmsu tagi; á mörkum setningarliða,
á mörkum setninga og málsgreina og á stöðum sem væru mögulegar
skiptistöðvar í samtali. Tilhneigingin hér er ljós: Markmiðið er að
koma endurgjöf íýrir á „liðamótum" í sögunni. Misheppnuð endurgjöf
hvað varðar staðsetningu verður sennilega best skýrð með miklum
áhuga áheyranda og vilja til þátttöku (e. involvement, sjá Tannen
1989:12). í sumum tilvikum var sögumaður í vandræðum með að
finna orð og áheyrandinn hjálpaði til með endurgjöf og kom þar með
samtalinu aftur á réttan kjöl. Þau níu dæmi sem hér skera sig úr eru
mörg af þessum toga.
Hegðun sögumannins bendir einnig í þá átt að á þessum samsettu
skiptistöðvum eigi endurgjöfin heima. Þegar endurgjöfin lendir á öðr-
um stað en þeim æskilegasta, t.d. ofan í orð mælandans, byrjar sögu-