Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 144
142
Þórunn Blöndal
í sögunni virðist allt ganga eðlilega fyrir sig og ekki að sjá að nein
vandræði hljótist af því að ekki er um yrta endurgjöf að ræða. Getum
við þá ályktað að þögn sé endurgjöf í sjálfu sér, að þögn sé í raun sama
og samþykki um að mælandi haldi sínu striki? Ekki alveg. Eins og
áður er getið er til önnur gerð endurgjafar, óyrt endurgjöf. Hér er ekki
unnt að komast að því hvað það er sem gerist í þögninni en langlík-
legast er að áheyrendur kinki kolli, hristi höfuðið eða láti í ljós á ann-
an hátt en með orðum að þeir hlusti. Og það virðist alveg duga.
Það vekur hins vegar athygli í (8) að sögumaður býður áheyrendum
hvað eftir annað upp á að grípa inn í, við finnum örþagnir á stöðum
þar sem eðlilegt er að mælendaskipti fari fram eða endurgjöf sé gefin.
En boðið er ekki þegið, að minnsta ekki til þess að láta orð falla, en
líklegt má telja að líkamstjáning hafi komið þar í stað orða.
4. Niðurstöður
Markmiðið með athuguninni sem hér er greint ífá var að fá hugmynd
um notkun endurgjafar í íslensku. Aðeins var þó litið á lítinn og afmark-
aðan hluta samtala, þ.e. frásagnir, og ekkert verður því fullyrt um hvem-
ig endurgjöf er háttað annars staðar þar sem samtalið gengur hraðar íyr-
ir sig. Efnið sem ég skoðaði var líka takmarkað, aðeins 11 sögur, og því
ekki einu sinni hægt að halda því fram að alhæfa megi út ffá niðurstöð-
um um textategundina í heild. Mörgum spumingum var varpað fram en
þótt engum hafi verið svarað til fullnustu lít ég svo á að fyrstu skrefin
til að kynnast endurgjöf í íslenskum samtölum hafi verið stigin.
Helstu niðurstöður mínar eru þær að þrátt fyrir að sögumaður hafi
„samið um“ framlengda samtalslotu með viðeigandi formála er yrt
endurgjöf nokkuð tíð í frásögnum. Orðin sem notuð eru tilheyra flest
grunneiningum endurgjafar en aðallega eru það orðin já og mhm. Auk
þess er hlátur augljóst merki um endurgjöf og eina tegundin sem
margir geta sameinast um. Niðurstöður athugunar leiddu í ljós að til-
hneiging virðist vera til að velja endurgjafarorð með tilliti til þess hvar
sögumaður er staddur í ffásögninni. Endurgjöf er tíðust í örstuttum
þögnum á setningafræðilegum og samskiptalegum skilum, oftast á
samsettum skiptistöðvum, þar sem saman fara setningafræðileg skil,