Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 145
Endurgjöf í samtölum
143
skil í tónfalli og skil í samskiptum. Þögnin er fyrir hendi í frásögn sem
er fátæk af endurgjöf og svo virðist sem sögumenn vænti þess að end-
urgjöfinni sé komið fyrir einmitt í þessari þögn og ef út af því bregð-
ur lagfæra þeir gjarnan segðina og byrja upp á nýtt.
Þá vakti það athygli mína að þótt áheyrendur að frásögnunum væru
alltaf tveir eða þrír var það aðeins einn sem sá um endurgjöfina, senni-
lega vegna þess að hann hefur verið valinn af sögumanni sem aðal-
áheyrandi að sögunni.
Sú athugun sem hér er greint frá gefúr vísbendingar um hvernig
endurgjöf er háttað í stuttum frásögnum sem oft eru eðlilegur hluti af
samtölum manna á milli. Á það skal minnt að sögumar sem hér er
íjallað um eru fáar og því vel hugsanlegt að einhverjir þættir fái hér of
mikið vægi af þeim sökum. Stærra rannsóknarúrtak gæti gefið aðra
mynd. Eftirtektarvert er hversu fá endurgjafarorð koma við sögu í
þessari athugun, sömu grunnorðin eru endurtekin æ ofan í æ og lítið
um fjölbreytni. Þessi könnun sýnir því ekki nema brot af þeim endur-
gjafarorðum sem notuð eru í íslensku. Rannsókn á endurgjöf í venju-
legum samtalslotum þar sem hver tekur við af öðrum og lotuskiptin
ganga hratt fyrir sig gæfi örugglega allt aðra mynd og vekti upp nýjar
spurningar. Það verkefni bíður hins vegar enn um sinn.
HEIMILDIR
Adelsward, Viveka. 1998. Skrattets funktion i gruppsamtal - nágra tankar. í H. Lehti-
Eklund (ritstj.): Samtalsstudier, bls. 11-20. Meddelanden frán Institutionen fór
nordiska sprák ceh nordisk litteratur vid Helsingfors universitet B 22 19.
Allwood, Jens. 1988. Áterkoppling i vuxnas sprákinlárning. í Hyltenstam og Lindberg
(ritstj.) Svenska som andrasprák I. Centre for the Study of Bilingualism, Uni-
versity of Stockholm.
Allwood, Jens. 1993. Feedback in Second Language Acquisition. í C. Perdue (ritstj.):
Adu/t Language Acquisition. Cross Linguistic Perspectives, Vol. II. (bls.
196-236). Cambridge University Press, Cambridge. [Hér er vitnað í vef— sjá
slóðina http://www.ling.gu.se/~jens/publications/docs051-075/064.pdf.\
Bakhtin Mikhail, M. 1986. Speech genres and other late essays. Ritstj. C. Emerson
og M. Holquist. Þýðing V McGee. University of Texas Press, Austin.
Bister, Melina. 2002. *hár kommer di hár fördomama in*. Om skratt och common
ground in tvá ungdomsintervjuer. í Hanna Lehti-Eklund (ritstj.): Samtal och
interaktion, bls. 9-38. Meddelanden frán Institutionen för nordiska sprák och
nordisk litteratur vid Helsingfors universitet B 22.