Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 150
148
Haraldur Bernharðsson
unum á nafninu í leit að svari við spurningunni: Hvað er einn í Skjár
einnl Prófaðir verða þrír möguleikar: að einn sé óákveðið fornafn
(kafli 2.2), lýsingarorð (kafli 2.3) eða töluorð (kafli 2.4). Þá verður
vikið að systurstöðinni sem nefnd var Skjár tveir (kafli 3) og loks
dregnar saman niðurstöður (kafli 4).1
2. Hvað er einnl
2.1 Inngangur
Hér verður leitast við að greina eðli orðsins einn í nafninu Skjár einn
með því að draga fram nokkur þekkt einkenni þeirra orðflokka sem til
álita koma og athuga hvort þau birtast í hegðun orðsins einn í Skjár
einn. Helstu greinimörk sem notuð verða eru sýnd í (3):
(3)a. Beygingarleg einkenni: hvernig ætti einn að beygjast ef það
væri ófn., lo. eða to.?
b. Setningarleg einkenni: hvar ætti einn að standa miðað við
nafnorðið Skjár ef það væri ófn., lo. eða to. og hvers konar sam-
ræmisform (kyn) ætti það að hafa?
c. Hljóðkerfisleg einkenni: hvar ætti áherslan að liggja ef einn
væri ófn., lo. eða to.?
d. Merkingarleg einkenni: er merkingarlega líklegt að einn sé
ófn., lo. eða to.?
2.2 Óákveðiðfornafn?
Byrjum á því að athuga hvort einn í Skjár einn geti verið óákveðna
fornafnið einn ‘nokkur, einhver’. Hugum fyrst að helstu einkennum
óákveðna fornafnsins einn, sbr. (3). Beygingin er sýnd í (4) og þar sjá-
um við að fornafnið hefur sömu mynd, einn, í nefnifalli og þolfalli ein-
tölu í karlkyni. Óákveðna fornafnið einn getur verið bæði sérstætt og
hliðstætt, eins og flest óákveðin fornöfn, og getur fylgt nafnorðinu
sem það stendur með, eins og í (5a), og beygist þá með því (þ.e. for-
1 Ég þakka ritstjóra og tveimur ónefndum ritrýnum fyrir gagnlegar athugasemdir
við eldri gerð greinar þessarar.