Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 152
150
Haraldur Bernharðsson
(9) a. *Mér finnst 'SKJÁR einn langskemmtilegasta stöðin
b. Mér finnst Skjár 'EINN langskemmtilegasta stöðin
Ef litið er til setningarlegrar stöðu einn í Skjár einn virðist sem sagt
mögulegt að líta á það sem óákveðið fornafn en öll önnur greinimörk
benda til gagnstæðrar niðurstöðu: I íyrsta lagi krefst beyging fornafns-
ins myndarinnar einn í þf. et., sbr. (4), og ef við kysum að líta á einn í
Skjár einn sem óákveðið fornafn gerði það okkur erfitt að skýra hvers
vegna við fáum stundum einan í þf. et., sbr. (2). í annan stað er for-
nafnstúlkunin vandkvæðum bundin merkingarlega því að óákveðna
fornafnið einn merkir ‘nokkur, einhver’ og er í eðli sínu óákveðið og
fer því illa saman við sémafn sem jafnan er ákveðið, sbr. (8). í þriðja
lagi eru hljóðkerfislegir annmarkar á fomafnstúlkuninni því að ef einn
í Skjár einn væri óákveðið fomafn ætti það ekki að bera áherslu, eins
og það jafnan gerir, sbr. (9).
Að öllu þessu samanlögðu hlýtur niðurstaðan að vera sú að einn
í Skjár einn geti ekki verið óákveðna fornafnið einn.
2.3 Lýsingarorð?
Þá er vert að prófa hvort einn í Skjár einn geti verið lýsingarorðið einn
‘aleinn, einsamaH’. Beyging lýsingarorðsins einn víkur frá beygingu
óákveðna fornafnsins einn í þolfalli eintölu í karlkyni þar sem for-
nafnið hefúr myndina einn, eins og sýnt var í (4) að framan, en lýsing-
arorðið hefur einan, eins og í (10).
(10) Eintölubeyging lýsingarorðsins einn
karlkyn kvenkyn hvorugkyn
nf. einn (maður) ein (kona) eitt (barn)
Þf einan (mann) eina (konu) eitt (bam)
þgf- einum (manni) einni (konu) einu (barni)
ef eins (manns) einnar(konu) eins (barns)
Lýsingarorðið einn getur staðið sem viðurlag eins og í (1 la) og til að
greina það frá fornafninu einn getum við bætt við það forskeytinu al-
(sem fornafnið getur ekki tekið), eins og í (1 lb), og fengið því atviks-
orð (alveg) sem ákvæðislið, eins og í (llc), en það er einmitt eitt af