Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 158
156
Haraldur Bernharðsson
nauðsynlegt að hugsa sér að hvorugkynsorð sé undirskilið í dæmun-
um í (24). Ef þetta er töluorðið einn sem er á ferðinni í Skjár einn hefði
samkvæmt þessu helst verið við því að búast í hvorugkyni (28a) en
ekki í karlkyni (28b). Með öðrum orðum, karlkynið í (28b) ætti að
vera alveg jafnómögulegt og karlkynið í (28c), sbr. einnig dæmin í
(26).
(28) a. Skjár (kk.) eitt (hk.)
b. ?*Skjár (kk.) einn (kk.)
c. *Rás (kvk.) einn/tveir (kk.)
Greinilegt er líka að sumir málnotendur líta á svo á að í nafni um-
ræddrar sjónvarpsstöðvar felist töluorð og þá hafa þeir töluorðið
óbeygt í hvorugkyni, eins og dæmin í (29) sýna en þau eru öll fengin
úr íslenskum vefritum.
(29) a. Skjár eitt (nf.) ætti að drífa í að kaupa þá...
b. Þá eru 4 ár frá því við settum Skjá eitt (þf.) í loftið...
c. „Queer as folk“ er á Skjá eitt (þgf.)...
d. ...eftir fundi með forráðamönnum nýrrar sjónvarpsstöðvar,
Skjás eitt (ef.)...
Reyndar er til að minnsta kosti ein merkileg undanteking frá notkun
hvorugkyns í töluorðum í íslensku: karlkynsmyndir töluorðanna eru
jafnan notaðar þegar talið er og töluorðin eru sérstæð, eins og í (30a).3
Karlkynsmyndirnar birtast líka í skákmáli þegar rætt er um reitina á
skákborðinu, eins og sýnt er í (30b), en þar standa mannanöfnin fyrir
bókstafina A, B, C og D og litið er á tölurnar sem hluta af talningu
(einn, tveir, þrír, fjórir) en ekki númeraröð (reitur númer eitt, tvö,
þrjú,Jjögur). Þegar um er að ræða einhvers konar flokkun með núm-
eruðum undirflokkum (Al, A2, A3, ...,B1,B2, B3, ...) virðist raunar
hægt að velja hvort notað er karlkyn töluorðanna eins og um talningu
væri að ræða (30c; þannig eru til að mynda nafngiftir deildanna á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi) eða hið ómarkaða hvorugkyn (30d)
en kvenkyn (30e) virðist ómögulegt.
3 I færeysku er aftur á móti talið í hvorugkyni, eitt, tvey, trý (sbr. Höskuld Þráins-
son o.fl. 2004:114). Ég þakka Hönnu Óladóttur fyrir að benda mér á þetta.