Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 161
Horfið þér á Skjá einan?
159
(34) a. Þar voru tveir skjáir (kk. ft.)
b. Þar voru skjáir (kk. ft.) tveir
(35) a. *Þar voru tveir skjár (kk. et.)
b. *Þar var skjár (kk. et.) tveir
(36) a. Þetta er skjár (kk. nf. et.) tvö (hk.)
b. Ég horfði á skjá (kk. þf. et.) tvö (hk.)
c. Myndin á skjá (kk. þgf. et.) tvö (hk.)
d. Mynd skjás (kk. ef. et.) tvö (hk.)
Heitið Skjár tveir er því harla óvenjulegt: þar stendur töluorðið tveir,
sem eðlilega krefst fleirtölu, sambeygt með eintöluorði (skjár); eftir
því sem næst verður komist á það sér enga hliðstæðu í íslenskri mál-
venju.4 Ef marka má þau dæmi sem finnast í rituðu máli á vefnum var
algengasta beyging nafhsins eins og sýnt er í (37).
(37) a. Annars er Skjár tveir (nf.) ókeypis út mánuðinn...
b. íslenska sjónvarpsfélagið rekur einnig áskriftarstöðina Skjá
tvo (þf.)...
c. Datt inn í Ghost á Skjá tveimur (þgf.) um 10...
d. .. .við samruna Skjás eins og Skjás tveggja (ef.)...
Reyndar varð sjónvarpsstöðin Skjár tveir ekki langlíf og því er allt
óvíst um örlög þessarar nýjungar í málinu. Einhver brögð munu þó
hafa verið að því að (kannski lítt nýjungagjamir) málnotendur hefðu
töluorðið óbeygt í hvorugkyni, samkvæmt íslenskri málvenju, eins í
dæmið í (38), sem fengið er af vefnum, vitnar um.
(38) ...með auglýsingum um væntanlegan Skjá tvö (þf.)
Setningarleg sérstaða töluorðsins í Skjár tveir er sambærileg við sér-
stöðu einn í Skjár einn og bendir auðvitað sterklega til að orðinu einn sé
4 Bjarni tveir, Ceres þrir og Davíð Jjórir í skákmáli eru annars eðlis þar sem
Bjarni, Ceres og Davíð eru staðgenglar fyrir bókstafina B, C og D og því verður þar
ekki sams konar árekstur milli eintölu (Bjarni, Ceres, Davið) og fleirtölu (tveir, þrír,
Jjórir), auk þess sem karlkyn töluorðanna á þar rætur að rekja til talningar, eins og rætt
var að ffaman.