Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 162
160
Haraldur Bernharðsson
þama ætlað að vera töluorð. Greinilegt er þó að málnotendur skynja að
það er eitthvað bogið við töluorðin eins og þau birtast í auglýstum heit-
um sjónvarpsstöðvanna og freistast til að breyta þeim, sbr. (31) og (38).
4. Niðurstaða
Með því að nefna sjónvarpsstöðvar sínar Skjár einn og Skjár tveir
frekar en Skjár eitt og Skjár tvö hefiir Islenska sjónvarpsfélagið ekki
aðeins fært landsmönnum tvær nýjar sjónvarpsstöðvar heldur einnig
nafngiftir sem ekki virðast eiga sér hliðstæður í íslensku máli. Nýj-
ungin er ótvíræð í nafninu Skjár tveir þar sem töluorð sem táknar fleir-
tölu stendur með og er beygt með eintöluorði. Eðli nafnsins Skjár einn
er aftur á móti ekki augljóst en hliðstæðan við nafnið Skjár tveir bend-
ir óneitanlega til að orðinu einn í Skjár einn sé ætlað að vera töluorð.
í þeirri nafngift felst þá líka setningarleg málnýjung því að töluorð í
þessari stöðu eru oftast óbeygð og í hvorugkyni, sbr. dæmin í (24).
Ekki er um að villast að sumir málnotendur eru ekki alls kostar
sáttir við þessa málnýjung. Hún samræmist líklega ekki þeirra mál-
kennd og því hafa nöfn sjónvarpsstöðvanna tilhneigingu til að breyt-
ast í þeirra munni. Breytingamar eru tvenns konar:
Annars vegar er tilhneiging til að fella nöfnin inn í það mynstur sem
algengast er í íslensku og setja þá óbeygða hvorugkynsmynd töluorðanna
einn og tveir í stað sambeygðu karlkynsmyndanna, eins og sýnt er í (39).
(39) a. Skjár einn, Skjár tveir (nf.) -* Skjár eitt, Skjár tvö
b. Skjá einn, Skjá tvo (þf.) -»• Skjá eitt, Skjá tvö
c. Skjá einum, Skjá tveimur (þgf.) -* Skjá eitt, Skjá tvö
d. Skjás eins, Skjás tveggja (ef.) -* Skjás eitt, Skjás tvö
Hins vegar er tilhneiging til að beygja einn í Skjár einn sem lýsing-
arorð en sú breyting kemur aðeins fram í þolfallsmyndinni — aðrar
myndir töluorðsins og lýsingarorðsins eru eins, sbr. (10) og (20):
(40) Skjár einn (þf.) -* Skjá einan
Ekki er þar með sagt að þeir málnotendur sem þannig fara að líti þarna
á einn sem lýsingarorð; eins og rætt var hér að framan bryti það ekki