Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 167
Allt og eða ekki nógu og?
Fjólur úr garði önghljóðaveiklunar
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Notkunarsvið forsetninga er eitt af því sem liggur undir við eðlilegar
málbreytingar.1 Fólk, sem er komið á sextugsaldurinn eins og ég,
kemst t.d. ekki hjá því að taka eftir að forsetningin á hefur verið í sókn
síðustu áratugina. Þannig er nú allt eins talað um undantekningar á e-u,
en ekki frá eins og ég er alinn upp við,2 og fleira í þeim dúr.
En ég er ekki viss um að öll forsetningavíxl séu sama eðlis. Sjáið
t.d. þetta dæmi:
(1) Fyrsti maí var einn að vorhátíðardögum í Evrópu í heiðnum sið.
Þetta villtist upp á skjáinn hjá mér í fyrravor, mjög í stíl við það sem ég
á að venjast hjá nemendum mínum: að í hvers konar fostum samböndum
vilji forsetningamar af og að mglast saman. Mig rak reyndar ekki minni
til slíkrar víxlunar í sambandinu einn af og hnaut þess vegna um dæmið.
En einsdæmi er það víst ekki. Þegar leitarvél fann handa mér þúsundir
dæma um strenginn „einn að“, þá var fimmtánda dæmið svona:3
1 Áður en þessi fluga varð til skrifaðist ég á við nokkra félaga mína um efni henn-
ar, þar á meðal Jóhönnu Barðdal og Þórunni Blöndal, sem ég á báðum að þakka gagn-
legar athuganir og skýringar. Þá stend ég í þakkarskuld við ritstjóra og ritrýnendur
langt umfram það sem ætla mætti af svo einföldum pistli; framlag þeirra var nefnilega
ekki síst að kveða niður öfgar og vitleysu sem ég hafði skrifað i fýrstu gerð.
2 Leitarvél bendir mér á 543+423 vefi eða vefsíður með strengjunum undantekn-
ing á og undantekningar á en 691+793 með undantebdng(ar) frá, auk þess tvö dæmi
alveg óvænt um orðalagið undantekning við e-u. Nú eru orðin á og frá ekki tengd
nafnorðinu með sama hætti í öllum þessum dæmum. í einu segir t.d. en sú undantekn-
ing á ekb við. Fljótséð er þó að mikill meirihluti dæmanna er um orðasamandið und-
antekning á/frá e-u, svo að tölumar eru ekki mjög fjarri lagi um hlutfoll forsetning-
anna í þessu sambandi í íslenskum veftextum. Þar skiptir ekki meginmáli þótt hver
leitarvél finni ekki nema hluta af öllum vefsíðum. Hlutfollin kynnu þó að verða önn-
Ur í annars konar textasöfnum; ég býst við að nýmælið, á, yrði algengara í talmáls-
safni, en hefðbundnara orðið,frá, ef leitað væri í prentuðu efni, og það því fremur sem
meira væri tekið með af gömlu efni.
3 Dæmi (2) til (10) eru öll tekin af veraldarvefnum, afrituð og límd stafrétt, nema
íslenskt mál 26 (2004), 165-172. © 2005 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.