Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 168
166
Helgi Skúli Kjartansson
(2) Hallsteinn var vissulega stofnandi og forystumaður í ykkar fé-
lagi, en hann var um leið, einn að leiðtogum íslenskra íþrótta,
einn af stóru nöínunum [...]
Og eftir leit í 25 dæmum bættist við:
(3) Alla var einn að máttastólpum liðsins í vetur og átti stóran þátt
í þeirri velgegni sem liðið náði.
Var þetta þó ekki af neinni spjallrás eða bloggsíðu, heldur úr opinber-
um netmiðli (Eyjafréttum 18. júní 2004) sem hafði verið svo ógætinn
að afrita klausuna óleiðrétta af vef íþróttafélags. Þar segir, ef byrjað er
aðeins framar:
(4) [...] væntum þess að hún verði einn af máttastólpum liðsins
næsta vetur. Alla var einn að máttastólpum liðsins í vetur [...]
Dæmi (2) og (4) eiga það sem sagt sammerkt að höfundar beggja nota
á víxl, nánast í sama andardrætti, orðasamböndin einn af og einn að,
því líkast sem munurinn sé tilviljun háður fremur en einstaklings-
bundinn.
Leitarvélin skilar mér 11 dæmum um strenginn helminginn að
(saman borið við 1710 um helminginn af). Sex þeirra dæma eru viður-
kennt mál (að sem nafnháttarmerki eða hluti af samböndum eins og að
innan, að sumri), en fimm, öll af spjallrásum eða bloggsíðum, eru í
merkingunni helminginn af:
(5) a. gæti hugsanlega skrifað helminginn að því sem ég hugleiddi
b. það var komið og dansað helminginn að firsta Laginnu
c. og tekur helminginn að skinninu á puttunum með sér
d. í helminginn að skiptunum
e. helminginn að hillusamsæðunni minni
Þessa leit prófaði ég af handahófi, án þess að hafa nokkurn tíma, svo
að ég myndi, heyrt eða séð minnst á helminginn að einu eða neinu.
leturbreytingar eru mínar. Dæmin eru sótt á ýmsum tímum frá apríl 2004 til janúar
2005. Ég fann þau ýmist í leitarvélunum AltaVista eða Google, en nokkuð vantar á að
þær leiti í sömu textum.