Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 169
Allt og eða ekki nógu og
167
Niðurstaðan bendir til þess að víxlun af þessu tagi komi fyrir í nánast
hvaða samhengi sem vera skal. Þannig finnur maður líka að alefli (16
vefsíður) að öllum kröftum (tvær síður) og að handahófi (84 dæmi, á
móti 20 þúsundum með af).
Og víxlunin gengur í báðar áttir, eins og í orðalaginu læra/kunna
utan að sem hæglega verður utan af (25 vefsíður með lœra utan af/ut-
anaf á móti 189 með læra utan að/utanað). Af u.þ.b. 500 vefsíðum
með strengnum búin af eru flestar með hann í viðurkenndu samhengi,
en þegar ég fer yfir 20 fyrstu dæmin, þá er fjórðungur þeirra svona
(allt af bloggsíðum og spjallrásum):
(6)a. blessuð jólin að skella á og ég ekk búin af öllu ennþá
b. ef eg vildi finna mer annnan væri eg löngu buin af þvi
c. þegar hún var búin af því sagði hún
d. Þegar við vorum búin af því fórum við
e. því ég er búin af þjást
Þess ber vissulega að gæta, þegar leitað er í miklum fjölda dæma,
að hreinar innsláttarvillur geta víxlað þessum orðum þar sem aðeins
munar einum bókstaf.4 Um sum frávikin eru dæmin þó fleiri en svo að
innsláttarvillur séu líkleg skýring. Ég myndi samt álykta varlega ef ég
þekkti þessi frávik einungis af netinu. En nú þekki ég þau úr blöðun-
um líka, þar sem ekki er gríðarmikið um innsláttarvillur, sömuleiðis úr
talmáli (t.d. utan af; þar er munurinn oft greinilegur í bakstöðu). Og
ekki síst úr rituðu máli nemenda minna, það sem ekki er um að ræða
örfá dæmi úr ógrynnum af texta, eins og leitarvélarnar finna.
Þarna er sem sagt eitthvað allt annað á ferðinni en víxlin milli á og
frá, sem verða í vissum orðasamböndum (maður finnur ekki dæmi um
*á sér numinn eða *frá sér setið) og hver málnotandi líklega nokkuð
sjálfum sér samkvæmur í notkun þeirra.
Af eigin reynslu og minningum mínum úr skóla kannast ég við það
sem vandamál að velja á milli forsetninganna að og af'\ vissum orða-
samböndum þar sem mjótt er á munum merkingarlega:
4 Til samanburðar má benda á þá vel þekktu ritvillu, þegar íslendingar skrifa
ensku, að slá inn og fyrir of. Þar skiptir augljóslega máli hve afskaplega oft maður
slær inn og, og ætti sams konar skýring frekar að gilda fyrir af> að en að > af.