Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 170
168
Helgi Skúli Kjartansson
(7) a. þykja gaman að / hafa gaman af
b. mikið af e-u / gera mikið að e-u
c. lykt af / bragð að
En ég kannast ekki við að það væri að öðru leyti erfitt að halda þess-
um forsetningum aðgreindum, hvorki merkingu þeirra, hljómi né rit-
mynd.
Vissulega skortir okkur þess konar aðgang að óformlegu rituðu
máli fyrri áratuga sem netið veitir okkur að óþvinguðu alþýðuritmáli
samtímans. Þess vegna er það enginn vitnisburður um ungan aldur
málbreytingar að hennar sjái frekar stað á netinu en í prentuðu máli
fyrri ára. Það er ekki heldur að marka þó ég taki eftir fleiri dæmum um
tiltekna málnotkun eftir að ég varð meðvitaður um hana sem nýmæli
eða frávik. Þegar ég reyni að meta hvort unga fólkið geri meira að því
að víxla af og að en mín kynslóð gerði á þess aldri, þá hef ég í raun-
inni það eitt fyrir mér hve seint ég varð meðvitaður um þessa tilhneig-
ingu — nema í mjög fáum orðasamböndum. íslenskukennarar mínir
töluðu ekki um þetta, og ég fór ekki að taka eftir því fýrr en ég var orð-
inn harðfullorðinn og löngu byrjaður að kenna. Þetta get ég ekki dókú-
menterað, en ég trúi ekki að þessi málnotkun hefði vakið athygli mína
svo seint hefði hún alla mína tíð verið eins algeng og hún er nú.
Eitthvað hefur þá breyst sem gerir yngri kynslóðunum þessa að-
greiningu torveldari. Og er þá nærtækast að hyggja að breytingum á
framburði: að munurinn á af og að sé einfaldlega óskýrari í nútíma-
legum framburði en í gamaldags tali.5
Af þeim framburðareinkennum, sem helst eru til umræðu í hand-
bókum, koma hér einkum tvö til álita, 6 annað þeirra sú hlið óskýr-
5 Hér mun skipta máli sá framburður sem hverjum málhafa er eiginlegur, fremur
en sá framburður sem hann heyrir aðra nota. Tökum til samanburðar stafsetningar-
vandann um hv og kv. Margir búa við það að einhver hluti af málumhverfinu noti hv-
framburð. En fyrir þá, sem sjálfir nota hann ekki, virðist slíkt ekki hjálpa mikið í staf-
setningu. Sjálfur er ég alinn upp við linmæli, en hef alltaf heyrt hvort tveggja í kring-
um mig, og meira að segja tamið mér vísi að harðmælisframburði meirihluta ævinnar.
Þó er mér lífsins ómögulegt að rifja upp hvernig harðmælisfólk ber fram vafaorð eins
og tígrisdýr og píramídi. Þetta held ég sé nokkuð dæmigert um vandkvæðin á því að
styðjast eftir minni við annarra manna framburð.
6 Það er víst allt annað og eldra fyrirbæri hvernig /v/ hefur fallið brott í vissum