Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Síða 171
Allt og eða ekki nógu og
169
mælis sem kalla má önghljóðaveiklun,* * * * * * 7 hins vegar svokallað bak-
stöðubrottfall8 sem líka snýr einkum að önghljóðum. Hið síðar-
nefnda er bundið við viss algeng og áherslulétt orð — orð eins og það
(Er þa(ð) til?) en ekki blað (Blað til sölu!) — en hefur verið algengt í
talmáli eins lengi og ég man eftir, svo að það hrekkur víst skammt til
að skýra kynslóðamun í aðgreiningu af og að. Önghljóðaveiklun er
líklegri til að hafa sveigt málnotkun yngra fólks ffá máli okkar hinna
eldri.
En ef þetta snýst allt um framburð, af hverju víxlast þá ekki fleiri
orð en einmitt þessar tvær forsetningar? Hvað t.d. um okkar góða ogl
Ekki er það síður algengt og áherslulétt, og ekki ætti önghljóðs-/g/ að
vera skýrara í framburði en /v/ og /ð/. Hins vegar er ekki til neitt *oð,
og of er að jafnaði auðgreint ffá og á annarri setningarstöðu og miklu
orðum milli /ú/ eða /ó/ og endingarsérhljóðs. Af mínu fólki, sem allt var Ámesingar,
búfastir eða brottfluttir til Reykjavíkur, lærði ég að húfur, rófur (bæði sem líkamshlut-
ar og rótarávextir) og tófur, og jafnvel skrúfur, hafi önghljóðið að jafnaði þögult (ég
get rímað húfu við hrúgu og rnfu á móti nógu), auk þess sem leikfélagar mínir í
Reykjavík töluðu um dúfur á sama hátt, og gott ef ekki og bófa líka. Þetta brottfall
virðist bundið við orð af veikri beygingu þar sem allar fallmyndir uppfylla skilyrðið
(nema ef.ft. eins og rófna, dúfna þar sem eldri og óskyld hljóðbreyting hefur farið með
önghljóðið á annan veg). Brottfallinu vandist ég ekki í orðmynd eins og skúfur, líklega
vegna áhrifa frá myndunum skúf og skúfs. Og ekki einu sinni í orði eins og þúfa, hvort
sem áhrif frá þýfi duga til að skýra það. Svo er að vísu til (yngri?) framburður þar sem
þetta brottfall verður víðar en ég vandist, sbr. rimmuna frægu um það hvort prófa
mætti ríma við Nóa.
7 Um það má vitna í Indriða Þorláksson og Höskuld Þráinsson (2000:190) sem
telja einn þátt óskýrmælis vera:
brottfall eða veiklun önghljóðs [...] þegar önghljóð, einkum [_, ð], falla brott eða
verða ógreinileg í framburði í hljóðasamböndum þar sem þau heyrast annars í sæmi-
lega skýrum framburði ...
8 Um það segir t.d. Margrét Pálsdóttir (2001):
Einnig er algengt að samhljóð í enda orðs falli brott ef næsta orð byrjar á samhljóði.
Þetta á einkum við um önghljóð í áherslulitlum orðum eins og nafnháttarmerki, for-
setningum, atviksorðum, samtengingum og fornöfnum. Sagt er ‘Hvað ert(u) a(ð)
lesa?’ ‘Hvert ert(u) a(ð) fara.’ ‘Ertu me(ð) bók?’ ‘Já, o(g) hva(ð) me(ð) þa(ð)?’ ‘É(g)
bara spurði!’
Þetta brottfall er reyndar hugsanlegt líka þó að sérhljóð fari á eftir: „ O(g) a(ð) é(g)
sé eitthvað óskýrmœltur..."