Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 176
174
Guðrún Kvaran
verða borin að söfnum orðabókarinnar, ritmálssaíhi (Rm) og talmáls-
safni (Tm), orðabók Sigfusar Blöndals (Bl.) og öðrum gögnum sem
nýst geta við athugunina.
í vasabók nr. v er langur listi (bls. 3-100) með yfirskriftinni
„Austf. 9/8 92“. Aðeins fá orðanna á þeim lista er einnig að finna hjá
Jóhannesi en þess verður getið ef orð, sem fjallað verður um, koma
fyrir á báðum listunum. í lokin verður litið á fáein atriði önnur sem
áhugavert er að skoða.
2. Fáein orð af listum Jóhannesar Daníelssonar
Orðin á listum Jóhannesar Daníelssonar eru of mörg til þess að unnt
sé að gera þeim öllum skil á þessum vettvangi. Fjallað verður um fá-
ein orð sem sérstaklega vöktu athygli greinarhöfundar og hugað að því
hvort þau séu hugsanlega austfirsk eða hvort heimildir finnist annars
staðar á landinu um notkun þeirra.
2.1 Barnagull
Afitast á lengri listann er skráð orðið barnagull og skýringin ‘vinstrar-
sigga’. í Bl. hefur þessari merkingu verið bætt við í viðauka og merkt
Af. (= Austfirðir). Vinstrarsigga er ekki flettiorð í Bl. en það eru aft-
ur á móti orðin vinstrargull, sem merkt er Breiðdal, vinstrarkjálki,
vinstrarsnókur, sem merkt er Skaftafellssýslum, og konugóóur. í Rm
er barnagull aðeins að finna í merkingunum Teikfang’ og ‘stafrófs-
kver’. Ef flett er í Tm finnast flest þessara orða og önnur til, og eru þau
notuð um þann hluta vinstrarinnar sem næstur er görnunum. Það er
mjó tota sem börn fengu oflt þegar slátur var soðið, einkum lifrarpylsa,
og þaðan mun nafnið komið.
Spurt hefur verið um heiti á þessum hluta vinstrarinnar í útvarps-
þættinum um íslenskt mál. Allnokkur dæmi fengust um barnagull og
voru þau öll af Austurlandi. Það má því með nokkurri vissu teljast
bundið við Austurland. Sama er að segja um orðið barnagaman sem
tvö dæmi eru um af Langanesi og af Héraði.
Þótt önnur heiti á vinstrartotunni snerti ekki orðið barnagull sér-
staklega verður þeirra þó getið og útbreiðslu þeirra. Ekkert þeirra