Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 181
Fáein austfirsk orð 179
hjalli í Grímsey. í hinu dæminu, úr þjóðsögum Jóns Þorkelssonar
(1956:115), var mjólk finnvikað úr fjósi í Sauðlauksdal yfir til Eng-
lands. Fyrri liðurinn fund- er þá tengdur orðinu fundur ‘það að finna
e-ð’ og síðari liðirnir -vikkai-vika orðnir til úr vitka. Síðari liðurinn
-flka í fundfika hefur líklega verið skilinn sem sögnin fika ‘þreifa sig
áfram, mjaka sér hægt’ sem Bl. hefur austfirsk dæmi um. í töflu 2 eru
heimildir í nútímamáli dregnar saman.
2.3 Hyll og mell
Karlkynsorðið hyll er fært inn á lista Jóhannesar með blýanti við hlið
orðsins mell ‘melur’. Þar stendur: „mell, melur hill í á (hylr) en mölur
kvikindið“. Bjöm hefur einnig bætt við framan við skýringuna ‘melur’
orðinu grjót-, þ.e. ‘grjótmelur’. í vasabók nr. v er orðið mell skráð með
hendi Bjöms „mell, m. = melur; melur, grjóthóll. Austf.“ en orðið hyll
fannst þar ekki. Ef rétt er skilið hefur Bjöm álitið merkinguna ‘grjót-
hóll’ vera þá sem Austfirðingar nota í orðinu melur. Við orðið hyll er í
Bl. skráð „Múl.“ Erfitt er að staðfesta útbreiðslu orðsins þar sem eng-
in dæmi em í Tm og Rm en af því sem kunnugt er má telja það af
Austurlandi. Ásgeir Blöndal leit á orðmyndina sem staðbundna og hef-
ur þar að öllum líkindum stuðst við Bl. og vasabækumar.
Þrjár heimildir eru í Rm um mell og er hin elsta þeirra úr þeim
hluta orðasafns Rasmusar Kristjáns Rasks sem hann skrifaði upp á
Austurlandi (Jón Helgason 1960:297). Báðar hinar vísa til Austur-
lands. Önnur heimild er úr kvæði eftir Pál Ólafsson, sem hann orti til
Vilhjálms Oddsen varaþingmanns Norðmýlinga, en Páll bjó lengst af
á Austurlandi (1944:139):
Dráttvakur er ‘ann,
og ffam úr þeim fer ‘ann,
þó frosinn sé mellinn,
grjótið og frerann
með sköflunum sker ‘ann.
Skratti er ‘ann hnellinn!
Hin þriðja er úr ritinu Múlaþing. Þar eru tínd saman nokkur austfirsk
mállýskufyrirbæri og er mell eitt þeirra (1969:197).