Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 182
180
Guðrún Kvaran
Blöndal skxáir við orðið „Múl., ASkaft, Af.“ Af dæmum í Tm að
ráða, sem flest eru frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar, er orðið
borið fram með -dl- og virðist einungis notað á Austurlandi. Að
minnsta kosti bárust ekki heimildir annars staðar að. Ymsir heimildar-
menn tóku fram að orðið heyrðist sjaldan nú. Jakob Benediktsson
skrifaði eftir Stefáni Einarssyni prófessor að orðmyndin væri þekkt á
Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Norðfirði, Héraði, Skriðdal, Völlum,
Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá en Stefáni var ekki kunnugt um
hvort hún væri notuð um Vopnaljörð, Fljótsdal eða Fell.
Ásgeir Blöndal skýrir samlögunina Ir > II í mell með því að hugsan-
lega hafi orðið upprunalega verið langstofna *melha-R (1989:614).
Hann virðist því gera ráð fyrir að mell hafi verið sjálfstæð mynd við
hlið melur. Engin sambærileg skýring er hjá honum við hyll. Líklegra
er þó að um síðari samlögun sé að ræða sem komið hafi upp en ekki
náð að festa rætur. Slík samlögun kemur fram sem hliðarmynd í
nokkrum sögnum í þriðju persónu eintölu þegar í fornu máli eins og
gell (af gala) við hlið gelr, stell (af stela), sjaldnar stelr,2 skill (af
skilja) við hlið skilr, vill (af vilja) sjaldnar vilr, tell (af telja), oftar telr
(Noreen 1923:200-201). Af þessum sagnmyndum hafa vill og kell lif-
að fram til dagsins í dag, vill reyndar sem einráð mynd en kell vel
þekkt víða um land. Hún er tekin athugasemdalaust sem beygingar-
mynd sagnarinnar kala í Bl. við hlið kelur og notkunardæmin sem
Blöndal velur um þriðju persónu eintölu eru öll með myndinni kell
(1920-1924:416). Valtýr Guðmundsson bendir á samlögun þessara
tveggja sagnmynda í málfræði sinni, vill og kell, og tekur fram að vill
sé einráð mynd en kell og kelur séu báðar notaðar (1922:157). Hann
minnist hvorki á mell né hyll.
2.4 Uppdivikaður
Meðal orða á lengri listanum er uppdivikaður og merkingin sögð ‘út-
ataður, útverkaður’. Blöndal hefur ekki tekið þessa mynd með í orða-
bókina þótt hann hafi merkt við hana með krossi á listanum eins og
2 Stefán Karlsson prófessor benti mér á að stell kemur víða fyrir i lögbókarhand-
ritum.