Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 189
Ritdómar
íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. A-L, M-Ö. Ritstjóri: Mörður
Ámason. Ritstjóm og helstu samverkamenn: Halldóra Jónsdóttir, Laufey Leifs-
dóttir, Þórdís Úlfarsdóttir, Aðalsteinn Davíðsson, Kristín Bjarnadóttir (Orðabók
Háskólans). Edda, Reykjavík 2002. xvi + 1.877 bls.
1.
Undanfama fjóra áratugi hefur íslensk orðabók (ÍO) verið ein mikilvægasta orðabók
Islendinga, og þar til fyrir tiltölulega fáum ámm eina íslensk-íslenska orðabókin.1
Fyrsta útgáfan (ÍO 1) kom út fyrir rúmum 40 ámm, Islenzk orðabók handa skólum og
almenningi (1963), og var sannkallað brautryðjendaverk, 852 blaðsíður og u.þ.b.
65.000 orð. Hún var prentuð níu sinnum á milli 1963 og 1982. Forveri hennar, og að
nokkm leyti fyrirmynd, var hin mikla íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals frá
1920-24 (xxxii + 1.052 bls.). Á þeim tæpu fjómm áratugum sem liðu milli þessara
tveggja verka komu reyndar út allmargar orðabækur hér á landi, alls nál. 25 mismun-
andi verk sem skiptast nokkum veginn jafht á milli íslensk-erlendra og erlend-ís-
lenskra bóka; þar á meðal var viðbætir (xii + 200 bls.) við orðabók Sigfusar Blöndals
sama ár og ÍO 1 kom út.
Árið 1983 kom út mjög aukin og talsvert breytt 2. útgáfa af íslenskri orðabók
(ÍO 2), nær 50% lengri en sú fyrsta að blaðsíðutali, xx + 1.256 bls. að lengd (1.264
bls. frá og með 2. prentun, 1985), u.þ.b. 85.000 orð, og var endurprentuð margoft lfam
til 2001. Fyrsta og önnur útgáfan voru gefhar út af Menningarsjóði og bókin gjaman
kennd við hann, „orðabók Menningarsjóðs“, en hann var lagður niður 1992 og útgáfu-
rétturinn seldur Máli og menningu. Árið 2000 kom út geisladisksútgáfa sem byggðist
á 2. útgáfu, sem þá var í endurskoðun. Haustið 2002 kom síðan út 3. útgáfa orðabók-
arinnar, sú sem hér er til umfjöllunar (ÍO 3). Bókin ber sama nafn og fyrri tvær útgáf-
umar og svipar að flestu leyti til þeirra þótt samanburður á einstökum blaðsíðum hér
og hvar í 2. og 3. útgáíu sýni að textinn hefur víða verið saminn upp á nýtt.2 — 2. út-
1 Samheitaorðabók kom út 1985, rímorðabók 1989, orðsifjabók 1989, orðtíðni-
bók 1991, málnotkunarorðabók 1994, biblíulykill 1994 og hugtakaorðabók 2002, svo
nefndar séu nokkrar helstu orðabækur undanfarinna tveggja áratuga.
2 Þess má geta að rækilegur ritdómur um 2. útgáfu birtist í íslensku máli 7 (Jón
Hilmar Jónsson 1985). í hinni nýju útgáfu ÍO virðist tillit hafa verið tekið til margra
þeirra atriða sem þar vom gagnrýnd.
íslenskt mál 26 (2004), 187-202. © 2005 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.