Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 191
Ritdómar
189
fyrra lið og er þar ævinlega miðjupunktur á milli liða. Lóðrétt strik er sett inn til að
sýna (yfirleitt) orðhlutaskil en á það er bent í formála að ekki sé fulls samræmis gætt,
heldur séu þessi strik sett inn lesendum til leiðsagnar. Um það er e.t.v. ekkert nema
gott eitt að segja, en þó veldur þetta valfrelsi stundum ankannalegu misræmi, eins og
þegar aftan við óskipta flettiorðið kaldamburslegur stendur kald | angurs | legur, án
frekari skýringa.
Á eftir flettiorði standa nauðsynlegar málfræðiupplýsingar, og þar á eftir skýring-
ar, og er þá stundum nefnt það efnissvið sem orðið tilheyrir. Notkunardæmi eru
skáletruð og föst orðatiltæki og orðasambönd feitletruð og skáletruð.
Fylgt er réttri stafrófsröð, eins og almennt er nú tíðkað í stað eldri venju, þar sem
blandað var saman broddstöfum og broddlausum stöfum (a/á, e/é, o.s.frv.).
Nálega 75 myndir er að finna í bókinni, og eru síst of margar. Að nokkru leyti er
um sömu myndir að ræða og í fyrri útgáfu, en hátt í 30 myndir eru nýjar. Mörg dæmi
eru um að vísað sé í þær, t.d. er við orðið raufaruggi á bls. 1163 vísað til myndar af
fiski á bls. 329; við orðið geisladrif á bls. 440 vísað til myndar á bls. 1632 af tölvu,
við orðið hempa á bls. 569 er vísað á mynd af höfuðfatnaði kvenna á bls. 695; við orð-
ið litlifingur á bls. 906 er vísað á mynd af hendi á bls. 699; við orðið trogsöðull á bls.
1609 er vísað á mynd af reiðtygjum á bls. 1175. Myndir af bókstöfum sem stóðu við
upphaf hvers stafkafla í 2. útgáfu hafa verið felldar brott, svo og myndir af gotnesku
letri og grísku letri, og þykir þeim sem þetta skrifar missir að þeim.
Geisladisksútgáfa orðabókarinnar hefur verið á tölvu þess sem þetta ritar um all-
nokkurt skeið, en það verður að viðurkennast að notkunin hefúr verið fremur tak-
mörkuð og prentuð gerð orðabókarinnar nær ævinlega valin þegar þörf hefúr krafist.
Vera kann að hér sé einungis um óvana að ræða (og kannski íhaldssemi) og að notk-
un tölvubókar aukist þegar fram í sækir, en e.t.v. hefur birtingarform forritsins á skján-
um einnig fælt mig frá. Orðabókin birtist sem fjórir litlir gluggar sem raða má hvern-
ig sem vill, og er unnt að stjóma stærð þriggja þeirra og því hvort þeir eru sýnilegir.
Á efri brún aðalgluggans er að finna fjórar valskipanir (Leita, Lesa, Glósa, Loka) og
fjögur valflettiblöð með nokkrum kostum og stillingum, en allt er þar þó í knappara
lagi (og eitt valblaðið býður einungis upp á að sækja endurbætta útgáfú forrits, kaupa
nýja útgáfu og fara á vefsíðu þess). Hjálpartextar eru hins vegar allrækilegir og svara
flestum eða öllum spurningunum sem vaknað hafa við notkun forritsins. Það má telja
kost við smágluggana að með svolitlum tilfæringum er hægt að hafa einn eða fleiri
glugga sýnilega (,,fljótandi“) tiltölulega lítt áberandi á skjánum á meðan unnið er í
öðru forriti. Aðalglugginn er þó af fastri stærð og skyggir þá á texta nema spássía sé
höfö rækileg. — Þótt sitthvað fleira gott megi eflaust segja um smágluggafyrirkomu-
lagið sætti ég mig illa við klaufalegt útlitið á gluggunum, óþarflega þykka efri rönd
þeirra og fátæklega valkosti í aðalglugga, og kysi að geta a.m.k. valið um annað og
heildstæðara viðmót.
Hvað sem öllu þessu líður er ljóst að tölvubókin er um margt handhæg, og auð-
vitað afar gagnleg, sem er fyrir mestu. Einn af ótvíræðum kostum tölvuverks af
þessu tagi fram yfir prentaða gerð er að mjög auðvelt er að leita að orðum sem byrja
eða enda eins eða á svipaðan hátt — og í þessari orðabók er m.a.s. innbyggð nokk-