Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 193
Ritdómar
191
mitt sú að jl sé borið fram [bl] í íslensku.3 Líkt á við um það þegar þess er getið að lands-
heitið Úrúgvœ sé borið fram með [§]; ekki er a.m.k. ljóst hvaða annan framburð gæti
verið um að ræða á g í þessari stöðu. Fyrir kemur að sýndur er tvenns konar jaíhgildur
framburður orða, t.d. við ullinseyru með [vdl-] eða [yl:-], og þegar bent er á að orðið
hvilft sé ýmist borið fram með [1] eða [i] (bls. 679), en hvorugur framburðurinn getur
talist vera „á skjön við venjulegar íslenskar framburðarreglur". Tvenns konar framburð-
ur tökuorða er stundum sýndur, t.d. Jamaíka með [jaan-] og [dja:m-] (bls. 727). —Vit-
neskja af þessu tagi getur eigi að síður verið mjög gagnleg, og hefði vafalaust víðar mátt
að ósekju bæta við upplýsingum um ffamburð; t.d. hefði mátt gera tilraun til að skera úr
um framburð fleirtölumyndarinnar hljóðgervlar, en nokkur óvissa ríkir þar um.
Ekki er þó alltaf ljóst hvemig túlka beri þessa vinnureglu; þegar t.d. orðið jersey
‘þunnt pijónaefni’ er sagt borið ffarn [jersei] / [jersi] er væntanlega verið að benda á
mismunandi ffamburð á lokasérhljóðinu en ekki það (sem er rangt) að orðið sé að
jafnaði borið ffam með rödduðu r-i.
Stöku sinnum koma fram aðrar ffamburðampplýsingar, svo sem um framburð
skammstafana, t.d. /,ST(bls. 721), LÍN(bls. 913), LR, LSD (bls. 931), SAL (bls. 1229).
Ekki get ég verið sammála því að mannsnafnið Richard sé ætíð borið ffam á er-
lendan hátt, [ridsjard] (bls. 1189), ég þekki ömgg dæmi um að það sé einfaldlega bor-
ið fram [rihgard] eða [ri:khard].
Smávægileg villa er þegar sérhljóðstáknið [y] er notað í stað samhljóðstáknsins
[y] til að tákna uppgómmælt önghljóð — það er reyndar algengur samsláttur. Heldur
verra er að Schengen- er sagt borið ffam með órödduðu nefhljóði: [sjerjen], [sjepgen]
(bls. 1253).
íslensk orðabók er ekki stafsetningarorðabók, það er ekki hlutverk hennar. Þó er
hún áreiðanlega mjög oft notuð sem slík, enda e.t.v. ekki auðvelt að rökstyðja, svo vel
sé, að fremur beri að nota sérstakar stafsetningarorðabækur ef ÍO er við höndina. Ég
hef rekist á að í 10 3 hafi verið teknar ákvarðanir um rithátt sem stangast á við bæði
10 2 og t.d. Réttritunarorðabók íslenskrar málnefndar eða Stafsetningarorðabók Hall-
dórs Halldórssonar (hér var notuð 3. útg., 4. prentun, 1985). Það er rithátturinn orusta,
en í þeim orðabókun? sem skoðaðar hafa verið af þessu tilefni er annað hvort höfð
stafsetningarmyndin orrusta ein, eða sú höfð fyrst, á undan myndinni orusta; sjá t.d.
IO 2 bls. 718 (aðaluppflettimynd: orrusta; neðar á bls. er svo orusta með tilvísun í
orrustd). Réttritunarorðabókin gefur einungis upp ritháttinn orrusta; Stafsetningar-
orðabók H.H. gefur upp aðalritháttinn orrusta (neðar á bls. er orusta, með tilvísun í
orrusta) og segir þar um ritháttinn orusta að hann styðjist ekki við uppranaskýringar.
(Lausleg athugun á nokkrum orðum í ÍO 3 sýnir að orr- hefur líka verið skipt út fyrir
or- í orðskýringum, sjá t.d. við vopndjarfur. „djarfur í orrustu“ (ÍO 2), „djarfúr í or-
ustu“ (ÍO 3).)
Stöku sinnum verða á vegi notandans mismunandi ritmyndir uppflettiorða og
notkunardæma. Ég hef ekki rekist á dæmi um slíkt sem miklu máli skipta, en þó er
3 Slíkt hið sama hefði raunar einnig hefði mátt taka fram við orðið kartafla, en
margir telja sig bera þetta orð fram með [fl] fremur en [bl].