Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Síða 194
192
Ritdómar
óheppilegt að t.d. við uppflettimyndina kaldakol skuli standa notkunardæmið allt er í
kaldakoli / e-ð fellur (fer) í kaldakol en við uppflettiorðið kaldur er gefið dæmið allt
er í kalda koli.
4.
Bókin hefur að geyma u.þ.b. 90.000 uppflettiorð.4 Með nokkrum undantekningum er
orðum raðað í stafrófsröð og er sérhvert uppflettiorð sett upp sem sérstök fletta, sem
er breyting til bóta frá 1. og 2. útgáfu, en þar komu samsett orð í beinu framhaldi af
grunnorði í einni og sömu flettunni þangað til kom að nýju orði (venjulega af öðrum
stofni). Helstu undantekningamar frá staffófsröðinni virðast vera þessar:
(1) Tvö (stöku sinnum fleiri) uppflettiorð eru stundum höfð saman í flettugrein:
a. þegar um er að ræða lágmarksmun, venjulega valfrjálsan, milli orðmynda
(stundum einungis mun á stafsetningu), t.d. drums, drumsa lo. (bls. 234), graft-
arkirkja, graftrarkirkja (bls. 478), hlaupasnapir kv.ft., hlaupasnöp hk.ft. (bls.
599) framkvœmdavald,framkvœmdar\’ald (bls. 383);
b. í tilvísun frá einni ritmynd til annarrar sem talin er æskilegri á einhvem hátt, t.d.
gúaldi, gúaldalegur —* gúfaldi, gúfaldalegur (bls. 506);
c. við samsett orð í sömu merkingu ef ekkert orð kemur á milli þeirra í stafrófs-
röðinni, t.d. drykkjubróðir, drykkjufélagi (bls. 235), drykkjuslark, drykkjusvall
(bls. 235), herdómur, herdómstól! (bls. 571), hvalháfur, hvalhákarl (bls. 673),
ístrubelgur, ístrumagi, ístrupjaki (bls. 721).
(2) Flettugrein er stundum skipt í tvennt og sama uppflettiorð þá endurtekið:
a. þegar merking er mismunandi í eintölu og fleirtölu, t.d. grafningur ‘það að
grafa eitthvað út’ og grafningar ft. ‘skorningar’ (bls. 478);
b. þegar orðið er bæði notað sem samnafn og sérnafn, t.d.: grafningur kk. (sbr. að
ofan) og Grafningur (bls. 478); grani (skáldamál) ‘hestur’ og Grani (bls. 479);
herra og Herrann ‘Guð’ (bls. 574).
Oft er vísað til aðalflettu ef um er að ræða stafsetningu eða orðmynd sem ekki er (af ein-
hveijum ástæðum) talin fmmfletta, og em jafhvel dæmi um að það sé gert þegar seinna
orðið kemur strax á eftir hinu, t.d. þegar við flettiorðið gallíum bls. 421 er vísað á gal-
lin sem er næsta orð á undan (flettan þar er „gallín, -s, gallíum -s hk“). Þó er ekki alltaf
svo, t.d. er grotta, grótta ein fletta (bls. 493), en ekki er nein fletta grótta með vísun til
baka. Stundum er e.t.v. nokkuð vafasamt í hvora áttina millivísun hefði átt að vera, t.d.
þegar annars vegar er höfð flettan skn/bbur, skrúbbur með skýringum (bls. 1358), og
hins vegar skrúbbur (bls. 1359) með tilvísun til hinnar fýrri, en þar þætti mörgum (þ. á
m. þeim sem þetta ritar) að vísunin hefði átt að vera á hinn veginn.
4 Orðin eru yfir 100.000 þegar með eru talin afbrigði af uppflettiorðum og sam-
sett orð sem nefnd eru innan flettigreina (sbr. inngang, bls. viii). Á kápu geisladisks
segir að tölvuútgáfan geymi 105.000 uppflettiorð í 88.000 flettum.