Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Qupperneq 196
194
Ritdómar
Stöku sinnum þykir manni sem nánari merkingarskýringar vanti; orðið flœkingur
er t.d. skýrt sem „1 flakkari 2 flakk /.../3 dálítið af e-u“ (bls. 362); merkingin ‘flæk-
ingsfugl’ kemur hins vegar ekki ffarn, en hún er notuð í skýringum, t.d. á fuglsheitun-
um sedrustoppa, sefgoði, sefhœna o.fl. (bls. 1254) en um báða eru höfð þau orð að
þeir séu „flækingur á Islandi“.
Athugaðar voru málfræðiupplýsingar við nokkur kvenkynsorð sem margir eru
óvissir um, til að kanna samræmi í táknun málffæðiatriða:
(5) brúður -ar, -ir kvk
elfur -ar, -ar (þf. og þgf. -i) kvk
flœður -ar, -ar (þf. og þgf. -i) kvk
gýgur -jar, -jar/-ir kvk
hildur -ar, -ir kvk
reyður -ar, -ar kvk
vœttur -ar, -ar kvk (eldri mynd, talin betri) -s/-ar, -ir kk
œður -ar, -ar kvk
Hér sést nokkurt ósamræmi; og spyija mætti hvers vegna beyging þolfalls og þágu-
falls sé ekki sýnd með fleiri orðum en elfur ogflœður.
5.
Alfræðiupplýsingar eru mikilvægar í orðabókum, ekki síst í einmálabókum sem gera
má ráð fyrir að notendur noti gjarnan sem uppsláttarrit um fleira en þrengstu merk-
ingu orða. Slíkar upplýsingar eru talsvert miklar í IO 3 og eru mjög oft hinar gagnleg-
ustu: við Gvendardag má lesa að hann sé „16. mars (dánardagur Guðmundar biskups
góða, 1237)“ (bls. 507) og við Jakobsmessu að hún falli á „25. júlí (Jakobs postula
Zebedeussonar)" (bls. 727), svo tvö dæmi séu tekin um tímatalsupplýsingar. Ljóst er
þó að bók sem þessi getur aldrei orðið alfræðiorðabók í eiginlegum skilningi, og hef-
ur það áreiðanlega reynst ritstjórum og höfundum (þessarar útgáfu og fyrri útgáfna)
erfitt að velja og hafna. Má ætla að þar hafi ráðið bæði mat þeirra á því hvað væri al-
gengara en annað og því sennilegra að gagn væri að hafa með, en líka án efa smekk-
ur. Hér skal nú rakið eitt og annað um upplýsingar af þessu tagi sem finna má í bók-
inni.
Rakin eru allmörg landa-, staða- og þjóðaheiti og lýsingarorð sem tengjast þeim.
Á bls. 736-7 eru t.d. þessi landafræðiorð: Jórdani, Jórdanía, jórdanskur, Jórsalir,
Jórsalaborg, -fari, -gjöf, -haf -land, Jórvík, Jótland, Jóti, jóskur og jóska, Jótlands-
haf Jótlandssíða, auk þjóðflokksheitisins Jónar (ft., fomgrískur þjóðflokkur). Finna
má nöfn sveitarfélaga á Islandi og er vel af sér vikið að i útgáfu ffá 2002 séu upplýs-
ingar á borð við þær að Vesturland hafi staðið fyrir tiltekna stjómarfarseiningu
1959-2003 (bls. 1736, sambærilegar upplýsingar er víðar að finna, t.d. um Reykjanes,
bls. 1184). Nefhd em nöfn landsvæða og borga í nálægum löndum, a.m.k. ef þau eiga
sér íslenska mynd (t.d. Kaupmannahöfn, Lundúnir, Uppland, Smálönd, Vestmanna-
land); stundum fylgja sögulegar upplýsingar eins og t.d. um Vestur-Þýskaland og Sov-