Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Síða 197
Ritdómar
195
étríkin. Gefiiar eru íslenskar orðmyndir gjaldmiðla flestra (allra?) ríkja, eins og ís-
lensk málnefhd hefur mælt með að þær séu; þar hefði reyndar mátt koma fram að oft
er um að ræða nýyrði sem ekki hafa unnið sér fulla hefð; sem dæmi má taka orðið
skúti ‘heiti gjaldmiðils á Grænhöfðaeyjum /.../ (í Portúgal fyrir 2002)’ < sp. escudo
(bls. 1364) en ólíklegt er að það orð hafi verið algengt fyrir 2002 og verður það tæp-
lega úr þessu þótt það sé notað á Grænhöfðaeyjum. — Ýmsir sögulegir atburðir eru
nefndir, t.d. Þingvallafundur (en hins vegar ekki Kópavogsfundur)\ staðarheiti úr bók-
menntum (t.d. Laugaskarð); fyrir kemur að nefnd eru heiti bókmenntatexta, t.d. Sólar-
Ijóð, Lilja, Sturlunga (en ekki t.d. Passíusálmar, Laxdœla saga); nefnd er Grútarbiblía
og Harmagrútsbiblía (en ekki t.d. Vajsenhúsbiblía eða Guðbrandsbiblía); nöfn helstu
fréttablaða í áranna rás (t.d. Morgunblaðið, Þjóðviljinn, DV, Suðri, Sunnanfari, Vísir
(en ekki Tíminn, hverju sem það nú sætir); ýmislegt annað má rekast á svo sem heiti
sumra ætta á söguöld, t.d. Staðarhólsmenn, Sturlungar, nöfn helstu stjómmálaflokka
og -hreyfinga, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstœðisflokk-
ur, Þjóðvarnarflokkur, Þjóðvaki o.fl. (en ekki t.d. Samtök frjálslyndra og vinstri-
manna, Sameiningarflokkur alþýðu-Sósíalistajlokkurinn); skammstafanir af ýmsu
tagi; og mætti áfram telja. Ýmis goðfræðileg nöfn koma fyrir, með gagnlegum skýr-
ingum, og fyrir koma nöfn á dýrum og upplýsingar um á hvaða dýr þau séu notuð (t.d.
Grani, Lubbi). Sem dæmi um efhisflokk sem kemur á óvart en er vafalaust til gagns
fyrir unga og áhugasama notendur bókarinnar eru heiti á risaeðlum, t.d. slóeðlu með
örstuttum upplýsingum um helstu útlitseinkenni (bls. 1387).
Einkennilegt er að skammstafanir íþróttafélaganna FH, ÍB V og KR eru með, auk
ýmissa annarra, jafhvel skammstafanir (eða nöfn) jafn líttþekktra íþróttafélaga og
Körfuknattleiksfélags ísafjarðar (KFÍ), en hins vegar eru ekki t.d. HK, ÍA, ÍR, KA með
í bókinni, svo nokkur þekkt íþróttafélög séu nefnd, hver sem ástæðan getur verið (og
ÍSÍ og SSÍ eru með en ekki UMFÍ). — Nöfnin Breiðablik, Fram, Fylkir, Leiknir, Valur
(„nafn íþróttafélaga", í ft., bls. 1687), Víkingur („nafn íþróttafélaga“, í ft., bls. 1766),
Völsungur, Þróttur eru með sem heiti íþróttafélaga, en ekki Ármann, Gerpla, Grótta,
Tindastóll, Þór, Ægir.
Stöku sinnum efast lesandinn e.t.v. um þörf þeirra upplýsinga sem gefnar eru, t.d.
nákvæmra dagsetninga: við kakalofn, kakalónn (bls. 743) kemur m.a. fram að orðið
merki ‘leirofn eða vindofn (ffá um 1780) í stofu til upphitunar’ — sem gott er að fá
að vita, en ársetningin er e.t.v. óþörf í orðabók. — Og á hinn bóginn kemur fyrir að
alffæðiupplýsingamar eru svo knappar, eða krefjast svo mikillar forkunnáttu, að gildi
þeirra er ærið takmarkað: „Bár kvk sérn f • islenskun á Bari delle Puglie, Italíu“
(bls. 98); hér er alfræðiþátturinn helst til rýr.
Allmikið er um sérffæðilegar upplýsingar svo sem nöfn jurta og dýra af ýmsu tagi,
og er þar margt talsvert ffæðilegt; einstaka sinnum rekst lesandi á mjög sérhæfð orð
með umfangsmiklum skýringum og hefði þar mátt sfytta sumt eða sleppa — til dæmis
um það er orðið spatt, um tiltekna tegund sjúkdóms í hestum, bls. 1428, með langri
og ítarlegri skýringu, og við orðið tundursveppur er ítarleg skýring á sveppi sem vex
ekki á íslandi. Enginn ætlast til að orðabók af því tagi sem hér um ræðir eigi að gera
grein fyrir þröngum sérsviðum, um slíkt skal ffemur fjalla í íðorðabókum eða öðrum