Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Qupperneq 198
196
Ritdómar
fagorðaskrám, en þegar ÍO 3 er flett kemur í ljós að talsvert mikið er af sérhæfðum
fagorðum (t.d. úr grasaffæði), og hlýtur maður að spyrja hvaða vinnureglur liggi að
baki því að tiltaka allnákvæmlega einn flokk orða en horfa fram hjá öðrum.
Ótvírætt gagn er samt sem áður að flestu því sem hér hefur verið talið. Vafamál er
hins vegar hvort það eigi við um skímamöfn og gælunöfn sem finna má í verkinu. Á
sömu opnu og ofangreind landafræðiorð, bls. 736-7, koma t.d. fyrir þessi mannanöfn:
Jón, Jóna, Jónas, Jónasína, Jónatan, Jónbjörn, Jónheiður, Jóninna, Jónína, Jón-
mundur, Jónsi, Jórunn, Jósafat, JósefJásep, Jósefina, Jósteinn. Ekki er lengur rcynt
að skýra mannanöfn eins og gert var í fyrri útgáfum, þess einungis getið að um slíkt
nafn sé að ræða,5 en nokkrar upplýsingar em þó við sum þeirra, svo sem um eignar-
fall eða sérstaka notkun (Jón). Vissulega geta upplýsingar um tilvem nafna gagnast
notendum orðabókarinnar, e.t.v. aðallega um rithátt þeirra (þá er þó bókin komin dá-
lítið út fyrir eiginlegt svið sitt), en þó er nokkuð á huldu hvers vegna sémöfn em tekin
með. I eldri útgáfunum var merking nafnanna skýrð, og þó að það megi teljast heldur
vafasöm aðferðaffæði má þó með henni rökstyðja að mannanöfn séu hluti orðaforða
bókar af þessu tagi. Þegar einu upplýsingamar em hins vegar um eignarfallsendingu,
kyn og að um sé að ræða nafh karls eða konu, þá er gagnið orðið lítið fyrir notandann,
og nær væri að vísa í sérstök nafnffæðirit. Sama máli gegnir um gælunöfn og stutt-
nefni: Dóra, Dóri, Gummi, Gudda, Gunna, Gunni, Gunný/Gunní, Gurrý/Gurrí, Gutti,
Gvendur, Gústa, Gústi, Jónsi, Tóta, Tóti, svo nokkur séu nefnd; um þau er sjaldan
sagt annað en að þau séu stuttnefni einhvers tiltekins nafns.
Latnesk nöfh dýrategunda og jurta em oft höfð innan sviga á eftir íslenska orðinu
sem í hlut á, og er þá latneska orðið skáletrað — dæmi er þó um að skáletrun virðist
hafa gleymst, t.d. bls. 743b.36, „(Blattodea)“, einnig neðar á sömu bls. við kaktus
„(Cactaceae)" og víðar (t.d. bls. 961: „ætt smárra sæsnigla (Turbinidae)". Að mér læð-
ist sá gmnur að munur sé gerður annars vegar á ætt (ekki skáletrað), flokki (ekki
skáletrað), ættbálki (ekki skáletrað, sbr. t.d. við sporðfluga), hópi (ekki skáletrað, sbr.
t.d. við austurapi, bls. 58) og hins vegar ættkvísl (skáletrað, sbr. t.d. við súrsmœra, bls.
1521) og tegund (skáletrað), en fyrir venjulegan lesanda verkar það mglingslegt að
skáletra sumt en annað ekki.
6.
Fletta þarf góða stund áður en komið er að tómum kofunum í ÍO 3, a.m.k. ef leitað er
að orðum sem tilheyra almennum orðaforða, og er það kannski ekki að furða, í bók
sem geymir í kringum 100.000 uppflettiorð. Nokkur orð sem undirritaður saknar em
borðbrún, borðrönd, bólóttur, brösu(g)lega, goggunarröð, ristarvél, tossalisti, tungu-
brjótur, og ef leitað er heldur sjaldgæfari orða má þar nefna orð eins og artugur; og
sá sem vill skilja merkingu þessarar þekktu vísu verður engu nær ef hann leitar að
lokaorði hennar í orðabókinni:
5 Svo er að sjá sem að þarna hafi hliðsjón verið höfð af gagnrýni á 2. útgáfu (Jón
Hilmar Jónsson 1985).