Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 200
198
Ritdómar
7.
I þessari nýju útgáfu IO er að talsverðu leyti íylgt þeirri málstefnu sem fyrri útgáfúm-
ar, 10 1 og 10 2, fylgdu. Enn eru orð sem ekki þykja fara vel í vönduðu máli merkt
með spumingarmerkjum og stundum nánari athugasemdum. Fyrst og fremst virðist
þar um að ræða tökuorð, einkum nýleg orð eða orð sem talin era bijóta gegn beyging-
ar- eða hljóðkerfisreglum málsins, en einnig á þetta við um orð sem á einhvern ann-
an hátt eru talin illa hæf, svo og um merkingu sem ekki er viðurkennd, að mati rit-
stjómar. Þessi aðferð við að merkja orðin er tekin upp eftir íslensk-danskri orðabók
Sigfúsar Blöndals ffá 1920-24.
Nokkrar breytingar hafa orðið á milli 2. og 3. útgáfú að því er varðar táknun orða
sem lagst er gegn. Við fyrstu sýn mætti álíta að stefnan væri orðin enn strangari en
fyrr, bæði vegna þess að táknunin er að nokkra leyti sýnilegri og meira áberandi, og
vegna þess að röksemdir á bak við þær hafa verið greindar nákvæmar niður.
1) í stað einfalds spumingarmerkis í fyrri útgáfúm er nú komið tvöfalt merki
(„??“) við „ffamandorð sem vafi leikur á hvort talist getur íslenskt, sletta“. Dæmi um
það em orðin intressa/interessa og intressant/interessant (bls. 714), sirkabát ‘hér um
bil, nokkurn veginn’ (bls. 1279); sjœna ‘laga til, snyrta’ (bls. 1299); spojler ‘vindkljúf-
ur’ (bls. 1436); sprei, spreia (bls. 1439); spúkí (bls. 1443); stabílitet (bls. 1445); sali
‘rólegur, hægur’ (bls. 1229) — óljóst er hví salí er merkt á þennan hátt en t.d ekki sexí
(bls. 1267, ,,óforml.“), ekki getur það verið útlit orðsins sem ræður því. — Stöku sinn-
um er þessi táknun höfð við merkingu orðs, t.d. skúm í merkingunni ‘froða’ (bls.
1364).
2) Notað er upphrópunarmerki og spumingarmerki („!?“) við „orð eða málfræði-
atriði sem ekki nýtur fúllrar viðurkenningar, telst ekki gott mál í venjulegu samhengi“
(bls. xiii), en dæmi um slíkt era nefnifalls- og þolfallsmyndin hendi (bls. 699); eign-
arfallsmyndin fööurs (bls. 294); tökuorðið jústera (bls. 739), orðmyndin spanska (bls.
1427); lh.þt. hoggið í stað höggviö (bls. 697); merkingin ‘Rangæingur’ við orðið
Rangvellingur (bls. 1159).
3) Styttingin „óforml.“ merkir: „orðfæri sem einkum er notað við óformlegar að-
stæður vegna merkingar, félagslegra blæbrigða eða upprana“. Dæmi um slíkt er orð-
in dírka (upp lás) (bls. 217); ídea (bls. 716); jú í merkingunni ‘reyndar’ (bls. 738);
(hringja) kollekt (bls. 797); maður notað um þann sem talar (þ.e. sem óákveðið for-
nafn) (bls. 952) — dæmi um fúrðumikla íhaldssemi í bókinni; status (bls. 1458);
smart, smartur (bls. 1392); statif (bls. 1458); stoppa ‘stansa’ (bls. 1485); svag (vera
svag fyrir e-m) (bls. 1522); trobúl í merkingunni ‘vandi, vandræði’ — þetta orð er
reyndar dæmi um sérkennileg tökuorð sem hafa slæðst inn, sennilega úr Orðabók um
slangur ... (1982), en hafa aldrei orðið almenn eða algeng. — Það sýnir hve vanda-
samt það er að meta orð með tilliti til þess við hvers konar aðstæður þau eru notuð að
t.d. er sirka/circa merkt á þennan hátt (bls. 1279), og verðurþað þó varla talið sérlega
óformlegt. — Ljóst er að stundum liggur málvöndunarhlutverk bókarinnar að baki
(eða arfúrinn eftir fyrri útgáfúr) þegar tiltekin atriði eru merkt sem „óforml.“. Á bls.
1453, í grein um sögnina standa, stendur t.d. þetta notkunardæmi með orðasamband-
inu standa + fyrir. „leikurinn stendur 1-0 (...) <fyrir e-n (óforml. e-m)> ...“ (sbr.