Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 202
200
Ritdómar
vitað eðli orðabóka að alnýjustu viðbætur við orðaforðann verða útundan og eru
stundum orðnar gamaldags í næstu útgáfu; gott dæmi um það er orðið fætingur sem
merkt er sem ‘slangur’ (bls. 415) þótt það hljómi hálf-gamaldags í eyrum ungs fólks
nú á dögum, en hins vegar er ekki að finna orðiðfœt (< e.fight) sem er nokkuð algengt
í máli ungs fólks nú.
Hins vegar hlýtur það að vera vandaverk að ákveða hvaða orð hafa fest (eða munu
festa) rætur og hver eru einungis slettur;7 dæmi um slettu sem tekin var upp í ÍO 2, en
festist ekki, er orðið böff'svikið ávana- eða fíkniefhi’ (ÍO 2:123), og hefur það verið
tekið burt í ÍO 3. — Hér skal ekki lagt ígrundað mat á hvemig ritstjóm ÍO 3 hefur tek-
ist til um val á tökuorðum og slettum í bókina, en fyrst upphrópunin sjitt er með, hví
er þá ekki upphrópanir eins og fökk (eða fokk), djisus og jess að finna í verkinu?
Oft er illgerlegt að átta sig á því hvers vegna orð em merkt á einn hátt ffemur en
annan: Athyglisvert er t.d. að hobbí er merkt „??“ en á sömu blaðsíðu er hokkí, sem
ekki er merkt sérstaklega (nema ,,íþr.“); giska má á að síðamefhda orðið njóti þess að
vera hálfgert fagmál þótt það bqóti reglur um byggingu orða ekkert síður en hið fyrr-
nefnda. Enn verra er að gera sér grein fyrir því hvers vegna nœs (bls. 1078) er ??-
merkt, en skœs (bls. 1372) er merkt „slangur". Og hví skyldi teip (bls. 1574) iímband
/.../’ vera merkt sem „??“, smass ‘óvænt, snöggt og illveijanlegt skot’ (í íþróttamáli)
sem „óforml.“ en bögg ‘áreitni, ónæði’ sem „slangur“? Stundum er jafnvel eitt orð af
tilteknum stofni eða rót merkt á einhvem hátt, en ekki annað, sbr. t.d. stoppa ‘stansa’
= „óforml.“ (bls. 1485) en stopp ‘stans’ er ómerkt með öllu. Og hví skyldi orðið súlu-
dans vera merkt sem „óforml.“? Er það merkingin sem ræður? Og loks: mubla ‘hús-
gagn’ (bls. 1021): er þetta óformlegt mál?
Það segir sitt um breytingar á íslenskri málstefnu að mörg tökuorð af dönskum
uppruna em nú ómerkt með öllu en sum hver em nú merkt „óforml.“. Spumingar-
merkin em meira áberandi við orð af enskum (alþjóðlegum) uppruna, einkum orð sem
sennilega em nýleg. Þannig eru t.d. sögnin redda og nafnorðið reddari einungis merkt
„óforml.“ en t.d. reddí (e. ready) og reflex (< e., alþj.) em merkt með „??“. Þetta er þó
allt fremur óljóst, sbr. að sexí (bls. 1267) er einungis merkt sem „óforml.“.
í bók sem reynir að sinna málvöndunarhlutverki eins og ÍO verður stundum dálít-
ið erfitt að halda fullri samkvæmni. Ef litið er t.d. á orðið smartlsmartur (bls. 1392)
sést að það er skilgreint sem „óforml.“ og skýrt annars vegar með orðunum „flottur
og tískulegur í útliti", hins vegar með „sniðugur“. Nú er það svo að í ÍO 3 er orðið
flottur sjálft skilgreint sem óformlegt, og um það höfð orðin „finn, viðhafharmikill,
stásslegur“ (bls. 356).
Stundum virðist smekkur ráða: Á bls. 1178 em tilfærð orðin reisugildi og reisu-
gilli (< da. rejsegilde) í merkingunni ‘risgjöld’ og er hið síðara talið „óforml.“ þótt það
sé einmitt sú mynd sem notuð er við skýringu orðsins risgjöld, en þar stendur: „veisla
haldin þegar hús hefur verið reist (þ.e. spermr komnar upp), reisugilli" (bls. 1193). —
7 Sletta er hér notað í sömu merkingu og þýska orðið Zitatwort, þ.e. um orð sem
málnotendur nota eins og um væri að ræða e.k. tilvitnanir í erlent mál ffernur en að
þau tilheyri móðurmáli þeirra.