Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 205
Ritdómar
203
Andrea de Leeuw van Weenen. 2000. A Grammar of Möðruvallabók. Research
School CNWS, Universiteit Leiden. xviii + 366 bls. ISBN 9057890364.
Meðal þarflegustu verka sem unnin eru á sviði íslenzkrar textafræði eru málfræðileg-
ar lýsingar miðaldahandrita. Slíkar lýsingar eru mikilvægar jafnt i bókmennta- sem
málsögulegu tilliti. Því hlýtur birting rits sem fjallar um málfræði Möðruvallabókar,
hins merka safnrits íslendingasagna frá miðbiki 14. aldar, að vera mikið fagnaðarefni.
A Grammar of Möðruvallabók (hér á eftir nefnt Málfræði Möðruvallabókar), sem
er fylgirit Möðruvallabókar,AM 132 fol. í útgáfu sama höfundar, skiptist í eftirfarandi
kafla: 1. Introduction (bls. 1-16), 2. Description of the codex (bls. 17-56), 3. Or-
thography (bls. 57-132), 4. Morphology (bls. 133-265). Þar við bætast: Appendix A:
Compounds (bls. 267-312), Appendix B: Corrigenda (leiðréttingar við texta og reg-
istur Möðruvallabókar, AM 132 fol.) (bls. 313-318), Bibliography (bls. 319-329) og
Index (1 Lemmata, bls. 331-365, 2 Persons etc., bls. 365-366).
Af þessu eíhisyfirliti er ljóst að Andrea de Leeuw van Weenen (hér á eftir skamm-
stafað A.L.W.) notar enska orðið grammar í þröngri merkingu, þ.e. lætur það aðeins
taka til handritafrœði, staffrœði og orðhlutafræði. Reyndar stendur „staffræðin" bæði
fyrir staffræði í eiginlegri merkingu og hljóðkerfisffæði. í orðhlutaíræðinni er aðeins
fjallað um beygingar, en ekki orðmyndun. Málfræðin sem um ræðir er því handrita-
fræðileg, staffræðileg, hljóðkerfisfræðileg og beygingafræðileg lýsing Möðruvalla-
bókar.
í stafffæðinni er gert ráð fyrir eftirtöldum fónemum (hljóðungum) í kerfi áherzlu-
sérhljóða:
tvíhljóð:
/au, ei, ey/
einhljóð:
stutt: /a, e, i, o, u, y, ö/
löng: /á, é, í, ó, ú, ý, æ/
Reyndar er hvergi dregin upp mynd af sérhljóðakerfinu í heild sinni, svo ekki sé
minnzt á hljóðfræðilega lýsingu einstakra fónema. Þess í stað eru ritháttum sérhljóða
gerð nákvæm skil. T.d. er sagt um /á/ (bls. 66-67) að það sé 20075 sinnum ritað <a>,
270 sinnum <A> (í framstöðu), 1329 sinnum <á>, 5 sinnum <a> með broddi yfir und-
anfarandi rittákni og einu sinni <Á>; enn ffemur að það sé 22 sinnum táknað með lím-
ingarstafhum <ai> (með einum broddi eða tveim) og 23 sinnum með <aa> (hér íylgir
meira að segja yfirlit yfir dreifingu þessara tákna í einstökum sögum bókarinnar); þá
er þess getið að það sé á einum stað táknað með bandi, 3 sinnum (ranglega) ritað <æ>,
einu sinni <á> og 40 sinnum <o>; loks er gerð grein íyrir ýmsum skammstöfunum,
þar sem /á/ kemur við sögu. Um ritun <o> fyrir /á/ segir A.L.W. að i öll skiptin sé um
hljóðasambandið /vá/ að ræða, sem hafi í raun breytzt í /vó/ og síðar /vo/.1 Ritháttur-
inn <vo> fyrir ,/vá/“ kemur tvisvar fyrir í orðinu ván (andspænis 115 dæmum um
<va>) og 38 sinnum í þátíð fleirtölu ffamsöguháttar af söginni vera (andspænis tveim-
1 „ ... /vá/ which indeed did change to /vó/ and later /vo/“ (bls. 66). Þetta er í sam-
ræmi við viðtekna skoðun.