Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 209
Ritdómar
207
líki ekki ávallt framsetning eða túlkun A.L.W., hefur hann allar þær upplýsingar sem
nauðsynlegar eru til að draga sjálfstæðar ályktanir.
Kaflinn um beygingarfræðina er all-ýtarlegur, enda er u.þ.b. helmingi bókarinnar
varið til hans. Þar eru beygingakerfi Möðruvallabókar gerð góð skil; veittar eru töl-
fræðilegar upplýsingar um ýmsa beygingaffæðilega þætti svo sem stofh- og endingar-
allómorf og beygingarmyndir.
Til bókarinnar hefur verið vandað í alla staði. Prentvillur koma varla fyrir. Villur
í tölfræðilegum upplýsingum virðast einnig mjög fáar. Nefha má að á bls. 199 er sagt
að eignarfomafnið okkarr sýni tvisvar myndina okkart í nf. et. hk., en hið rétta er að
í þessu falli koma myndirnar okkart og okkar fyrir einu sinni hvor (sbr. Katrínu Axels-
dóttur 2002:118, ásamt nmgr. 18).
Málfræði Möðmvallabókar er mjög gagnlegt rit og í raun ómissandi öllum þeim
sem fást við íslenzka málsögu. Fyrir það á A.L.W. beztu þakkir skildar.
RIT SEM VITNAÐ ER TIL
Hreinn Benediktsson 2002. Relational Sound Change: vá>vo in Icelandic. Linguistic
Studies, Historical and Comparative, bls. 227-242. Institute of Linguistics, Uni-
versity of Iceland, Reykjavík.
Jón Axel Harðarson 2001. Das Práteritum der schwachen Verba auf-ýia im Altislán-
dischen (und verwandte Probleme der altnordischen und germanischen
Sprachwissenschaft). Innsbrucker Beitrage zur Sprachwissenschaft 101. Sprach-
wissenschaftliches Institut der Universitát Innsbruck, Innsbmck.
Katrin Axelsdóttir 2002. Hvarf eignarfomafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr. íslenskt
mál 24:107-156.
Lindblad, Gustaf 1952. Det islándska accenttecknet: en historisk-ortografisk studie.
G.W.K. Gleerup, Lundi.
Möðruvallabók, 132 fol. = Andrea van Arkel-de Leeuw van Weenen (útg.). Möðru-
vallabók, AM 132 fol. Vol. 1. Index and Concordance. Vol. 2. Text. E. J. Brill,
Leiden, 1987.
Stefán Karlsson. 1963. Islandske originaldiplomer indtil 1450. Text. Útg. Stefán
Karlsson. Editiones Amamagnæanæ. Series A. Vol. 7. Munksgaard, Kaupmanna-
höfn.
Jón Axel Harðarson
Háskóla íslands
Árnagarði við Suðurgötu
IS-101 Reykjavík, ÍSLAND
jonaxelh@hi.is