Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Side 211
Ritfregnir
Efni handa íslenskukennurum: kennslubók og tímarit
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. 2003. Shiffmnur, lítil bókum stafsetningu oggreinar-
merki. Námsgagnastofnun, Reykjavík. 64 bls.
Hrafnaþing, 1. árgangur. Ritstjórar Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Kristján Jóhann
Jónsson og Veturliði Óskarsson. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands,
Reykjavík, 2004.
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir er orkubolti i kennarastétt og hefur á undanfomum
áram lagt ffam dijúgan skerf til að auðga námsgagnaflóru grunnskólans. I Islensku
máli 24 var sagt frá lítilli málffæðikennslubók eftir hana sem Námsgagnastofnun gaf
út 2001 og nefndist Málfinnur, litil málfrœðibók. Nú hefúr stofnunin gefið út aðra bók
með sama sniði eftir Svanhildi og sú nefnist Skrifflnnur, litil bók um stafsetningu og
greinarmerki. í þessari bók er farið yfir nokkur grundvallaratriði í íslenskum stafsetn-
ingarreglum, auk þess sem gerð er grein fyrir undirstöðu stafsetningarinnar. Þar eru
nefndar til sögunnar fjórar reglur, eða fems konar sjónarmið, sem mikilvægt er að
gera sér grein fyrir. Þessar reglur nefnir Svanhildur framburðarregluna, hefðarregl-
una, upprunaregluna og orðhlutaregluna og styðst þar ekki síst við ýmislegt sem
Baldur Sigurðsson málfræðingur hefur látið frá sér fara um íslenska stafsetningu. Það
er nauðsynlegt að bæði nemendur og kennarar átti sig á þessum grundvallaratriðum
þvi þau geta dregið úr ýmiss konar misskilningi varðandi stafsetningu og eðli hennar.
í bókinni er vísao í kennslu- og stuðningsefni á vef Námsgagnastofnunar, en Svan-
hildur hefúr verið manna duglegust við að útbúa slíkt efni. í bókarlok er stutt heim-
ildaskrá þar sem m.a. er vísað i ýmsar handbækur og skrif um íslenska stafsetningu.
Hrafnaþing er nýtt tímarit sem íslenskukennarar við Kennaraháskóla íslands hafa
hleypt af stokkunum til að „kynna rannsóknir sínar og störf og miðla öðrum af því
fjölbreytta efni sem þeir hafa verið að fást við í fræðum sínum og kennslu“, eins og
segir í formála. Þar er bæði fjallað um bókmenntaleg og málfræðileg efni í þrettán
greinum eftir jafnmarga kennara. Stundum er verið að greina frá rannsóknum kennar-
anna, stundum að leiðbeina um kennslu. Af síðara taginu eru m.a. grein eftir Önnu
Sigríði Þráinsdóttur um notkun orðabóka og handbóka í grunnskólum, grein eftir
Baldur Sigurðsson um atviksorð i kennslu, grein eftir Ingibjörgu Frímannsdóttur um
það að kenna „talað mál, hlustun og áhorf‘, eins og nú er skylt samkvæmt námskrá,
íslenskt mál 26 (2004), 209-213. © 2005 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.