Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Blaðsíða 212
210
Ritfregnir
og grein eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson um bragffæðikennslu í grunnskólum. Hag-
nýtar upplýsingar og leiðbeiningar er einnig að fá í grein efitir Veturliða Óskarsson um
íslenskar tvímála orðabækur og grein eftir Sigurð Konráðsson um það hvers konar
orðabóka muni helst þörf í leikskóla og grunnskóla. Hinum foma Hlégesti, sem merkti
sér Gallehushornin dönsku fyrir margt löngu, skýtur upp í óvæntu samhengi í
skemmtilegri frásögn eftir Þórð Helgason af smásögu og kennsluverkefni þar sem
nemendur vom látnir semja ný Hávamál. Hanskinn er tekinn upp fyrir íþróttafrétta-
menn í stuttri athugasemd eftir Guðmund Sæmundsson og Þórunn Blöndal segir frá
rannsóknaverkefni sem varðar hagnýta samtalsgreiningu og vekur vonir um að hægt
sé að gera einhverja að „betri málnotendum“ eins og marga móðurmálskennara
dreymir um. Það markmið kemur líka fram í grein eftir Guðmund B. Kristmundsson
sem fjallar um það að kenna nemendum að gera sér grein fyrir væntanlegum lesanda
og miða skrif sín við hann. Loks koma Grýla, Mjallhvít, Vilfríður Völufegri, krákur,
kóngsdætur og fleiri við sögu í bókmenntalegum greinum eftir Önnu Þorbjörgu Ing-
ólfsdóttur, Baldur Hafstað og Kristján Jóhann Jónsson, en þar er fjallað um ímynd
Grýlu í bamabókum, samanburð Mjallhvítarsögunnar og Vilfríðarævintýra, og um
þátt Gríms Thomsen í því að kenna Dönum að meta H. C. Andersen.
Af þessu hefti má ráða að þeir Kennaraháskólamenn hafi fundið athyglisverðan
vettvang á milli málgagnsins Skímu annars vegar og fræðilegri og „þyngri“ rita á borð
við Skirni og íslenskt mál hins vegar og er vonandi að þeim takist að fylgja þessu
fyrsta hefti eftir í svipuðum stíl.
Ritstj.
Tvö greinasöfn um færeysku
Michael Bames. 2001. Faroese Language Studies. Studia Nordica 5. Internatio-
nal Contributions to Scandinavian Studies. Novus, Osló. 239 bls.
Jóhan Hendrik W. Poulsen. 2004. Mál í mœti. Greinasavn eftir Jóhan Hendrik W.
Poulsen útgivið í sambandi við sjeyti ára foðingardag hansara 20. juni 2004.
Foroya Fróðskaparfelag, Þórshöfn. 534 bls.
Bók Michaels Bames hefur að geyma níu greinar um færeysku sem hann birti á árun-
um 1981-1998. Með þessum greinum vakti Michael athygli hins alþjóðlega fræða-
samfélags á því að færeyska væri forvitnilegt rannsóknarefni, ekki bara fyrir fær-
eyskufræðinga eða sérfræðinga í norrænum málum heldur alla sem hefðu áhuga á
málvísindum. Einkum vann hann mikið brautryðjandastarf á sviði færeyskra setninga-
fræðirannsókna því að færeyskri setningagerð hafi ekki verið mikill gaumur gefinn á
alþjóðlegum vettvangi þótt ýmsir málvísindamenn hefðu vakið athygli á forvitnileg-
um einkennum færeysku á sviði hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beygingafræði og mál-
sögu. Þetta gerði Michael ekki síst með því að bera færeysku saman við önnur nor-
ræn mál, einkum íslensku, enda mikill málamaður og talar t.d. færeysku, íslensku og