Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 214
212
Ritfregnir
Tvær fræðibækur
Olga Fischer, Ans van Kemenade, Willem Koopman og Wim van der Wurff.
2000. The Syntax of Early English. Cambridge Syntax Guides. Cambridge Uni-
versity Press, Cambridge. 341 bls.
Anna Bondaruk. 2004. PRO and Control in English, Irish andPolish. A Minima-
list Analysis. Wydawnictwo KUL, Lublin. 421 bls.
Tlie Syntax of Early English er hugsuð sem handbók íyrir þá sem vilja kynna sér
grundvallaratriði setningagerðar í forn- og miðensku. Hún er samin af fjórum mál-
fræðingum sem allir starfa við hollenska háskóla og framsetningin er í anda þess
kenningakerfis sem kennt hefur verið við lögmál og færibreytur (e. principles and
parameters). I formála segir að bókin sé einkum ætluð málvísindanemum í síðasta
hluta grunnnáms eða í framhaldsnámi og að það ætti að mega nota hana sem kennslu-
bók.
Það má fá nokkuð góða hugmynd um efni bókarinnar af kaflaheitunum. Kaflam-
ir eru alls níu og nefnast Language change and grammar change, An outline of Old
English syntax, An outline of Middle English syntax, The Verb-Second constraint and
its loss, The loss of object-verb order, Verb-particles in Old and Middle English,
Changes in infinitival constructions, The history of the ‘easy-to-please ’ construction,
Grammaticalization and grammar change.
Samanburður við íslensku kemur einkum við sögu í tengslum við tvö atriði í bók-
inni. Þar er í fyrsta lagi um að ræða regluna um sögn í öðru sæti í aukasetningum, sem
er almennari í íslensku en flestum nágrannamálum, og hins vegar svokallaða stíl-
færslu, en með því er átt við þá setningagerð þegar einhverjir liðir em færðir fram í
setningum með „frumlagseyðu“. Þessi setningagerð er vel þekkt úr íslensku ritmáli
(dæmi: Fundurinn, sem fram hafði farið í Osló, var skemmtilegur) og svo er að sjá
sem svipuð setningagerð hafi tíðkast í miðensku þótt nú sé ekki lengur hægt að taka
þannig til orða á ensku.
Annars er bókin m.a. til vitnis um þá miklu grósku sem hefur verið í sögulegri
setningafræði á síðustu áratugum og náin tengsl hennar við kennilega setningafræði
og getur þannig að sínu leyti orðið fyrirmynd fyrir þá sem vildu gera svipað yfirlit yfir
þróun íslenskrar setningagerðar.
Anna Bondaruk virðist hafa farið allvíða meðan hún var að vinna að bók sinni um
nafnháttarsambönd í ensku, írsku og pólsku og þannig aflað sér fræðilegrar þekking-
ar í málvísindum og ýmiss konar samanburðarefnis i bók sína. Af þakkarkvaki má
ráða að hún hefur m.a. heimsótt málvísindadeild Kaliforníuháskóla í Santa Cruz
(kannski vegna þess að einn af setningafræðingunum þar (Jim McCloskey) er írskur),
LSA sumarnámskeið í Santa Barbara, þýsku- og málvísindadeild Frankfurtháskóla,
auk Lublinháskóla í Póllandi þar sem verkið mun vera unnið að mestu.
Það er varla þess að vænta að mikil áhersla sé á íslensku í verki sem fjallar eink-
um um ensku, írsku og pólsku. Þó er nokkuð vísað til skrifa um íslensk nafnháttar-