Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Síða 223
Nokkur rit Málvísindastofnunar
höfundi, hugmyndum hans um stafsetningu, stafagerð og fleira. Einnig er ítar-
lega fjallað um hljóðkerfi elstu íslensku.
Hreinn Benediktsson
Linguistic Studies, Historical and Comparative
Ritstjóm: Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jón G. Friðjónsson og
Kjartan Ottosson.
Úrval greina eftir Hrein Benediktsson, alls 27 greinar, þar á meðal tvær sem
ekki hafa birst áður. Greinamar fjalla um sögu málvísinda, sögulega og samtíma-
lega hljóðkerfisfræði, og sögulega orðhlutafræði og setningafræði. Þær em allar
á ensku. Sameiginleg ritaskrá er í bókinni (alls um 1000 rit), en auk þess er þar
nafnaskrá, handritaskrá, skrá yfir rúnaáletranir, skrá yfir orð og orðmyndir sem
fjallað er um, skrá yfir tungumál og atriðisorðaskrá. í formála ritstjómar er gerð
nokkur grein fyrir náms- og starfsferli Hreins og Kjartan Ottosson fjallar um
fræðistörf Hreins í ítarlegum inngangi. Nauðsynleg bók fyrir alla sem hafa áhuga
á íslenskri málsögu og sögulegum málvísindum.
Kristján Árnason
The Rhythms of Dróttkvætt and other Old Icelandic Metres
Rannsókn á hrynjandi dróttkvæðs háttar og annarra fomíslenskra bragarhátta.
Bragarhættimir era athugaðir í ljósi nýlegra kenninga í hljóðkerfisfræði og brag-
fræði og setur höfundur fram nýja hugmynd að greiningu á hrynjandi dróttkvæðs
háttar. Auk þess er fjallað um tengsl dróttkvæðs háttar við aðra norræna bragar-
hætti og hugsanleg erlend áhrif, m.a. frá írum.
Jón Magnússon
Grammatica Islandica
Jón Axel Harðarson gafút með inngangi, þýðingu og athugasemdum
í ritinu birtist í fyrsta sinn í íslenskri þýðingu ein merkasta heimildin um íslenskt
mál á 18. öld og hugmyndir manna á þeim tíma um lýsingu tungunnar. Höfund-
urinn, Jón Magnússon prestur og sýslumaður, var með lærðustu mönnum þjóðar-
innar á sinni tíð, en ógæfusamur í einkalífi. Málfræðibókina ritaði hann á efri
ámm, þá dæmdur frá eignum og embættum. Latneskur texti höfundarins er hér
birtur ásamt íslenskri þýðingu Jóns Axels Harðarsonar málfræðings, ítarlegum
inngangi um ritið og ævi höfundar og athugasemdum við málfræðitextann. Auk
málfræði- og málsögulegs gildis ritsins er umfjöllun Jóns Axels um stórmerka
ævi höfundar einnig fróðleg fyrir alla sem hafa áhuga á íslenskri sögu á 18. öld.