Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 11
Málbreytingar í Ijósi málkunnáttufrœði
9
Málkerfið tapar sjálfstæði sínu og verður hluti af hverjum málnotanda.
Málkunnáttan er því einstaklingsbundið fyrirbæri og um leið hlýtur
það sama að gilda um málbreytingu í vissum skilningi. Málbreyting er
breyting á málfræði og málfræði er í huga málnotandans.
Af þessu leiðir að þegar málkunnáttufræðingar leita skýringa á því
hvers vegna málbreytingar koma upp leggja þeir ýmist aðra merkingu
í spumingar heldur en formgerðarsinnar eða varpa fram öðmm spum-
ingum. Getur þróun sem tekur margar kynslóðir stefnt að einhverju
marki, eins og því að laga ójafnvægi í kerfinu? Hverjir setja þá slíkt
langtímamarkmið? Varla málnotendur! Og hvað þýðir það til dæmis
frá sjónarhóli málnotendanna þegar sérhljóð síga eða falla saman?
Málnotendumir stíga ekki til hliðar meðan sérhljóðin síga og taka svo
til við að nota breytt sérhljóðakerfi. Sérhljóðakerfið er hluti af mál-
kunnáttunni og hún er samofín málnotendunum. Og á sama hátt hlýtur
breyting á kerfinu að vera samofin málnotendunum á einhvem hátt.
En á hvaða hátt? Það hljóta málkunnáttufræðingar að vilja vita. Hvers
vegna tileinka málnotendur sér eitthvað nýtt, eitthvað sem ekki var til?
Og þegar samfall hljóða á í hlut, eins og í rannsókn Hreins, mætti eins
orða spuminguna: Hvers vegna tileinka málnotendur sér ekki eitthvað
sem var til? Undirliggjandi em fleiri spumingar, eins og: Breyta mál-
notendur málkunnáttunni á lífsleiðinni eða gerist þetta aðeins við
flutning málsins milli kynslóða? (Um málbreytingar frá sjónarhóli
formgerðarstefnu og málkunnáttufræði má m.a. lesa hjá Höskuldi Þrá-
inssyni 2005:11-15.)
Um rannsóknir á útbreiðslu málbreytinga, sem vikið var að hér í
upphafi, gildir einnig að sjónarhom málkunnáttufræðinga er annað en
í hefðbundum, íslenskum rannsóknum. Orð Jóhannesar L.L.
Jóhannessonar (1924:30) lýsa markmiðum hefðbundnu rannsóknanna
ágætlega, þar sem segir að í íslensku fombréfasafni megi íslenskir
málfræðingar „... finna nýjungar í framburði og fylgja svo fet fýrir fet
eftir ámm hljóðbreytingum málsins. Það má og oft rekja slóðina úr
einu héraði í annað.“ Þegar málkunnáttufræðingur spyr hvemig tiltek-
in málbreyting hafi breiðst út á hann ekki við hvort hún hafi borist
4 Rannsókn Guðvarðar Más Gunnlaugssonar á afkringinguy,ý og ey (1994:103-