Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 15
Málbreytingar í Ijósi málkunnáttufrœði
13
Handhægari orð yfir þetta, samsvarandi I-language og E-lang-
uage, eru málkunnátta og tungumál.6 Þannig má segja að íslendingar
tali sama tungumál þar sem hver byggi á sinni málkunnáttu. Mál er
þá yfirhugtak sem nær yfir hvort tveggja.
Þegar hugtakið mál hefur verið klofið í tvennt á þennan hátt vakn-
ar sú spuming hvað orðið málbreyting merkir. Orðið hlýtur að hafa
tvær merkingar, eftir því hvað fyrri hlutinn merkir hverju sinni, enda
er rökrétt að álykta að tungumál og málkunnátta breytist ekki á sama
hátt. Ein leið til að aðgreina þetta væri að nota orðin málbreyting í
merkingunni ‘breyting í málkerfinu í huga manns’ og útbreiðsla í
merkingunni ‘það þegar málbreyting leggur smám saman undir sig
málsamfélag’. Þetta væri í samræmi við enska aðgreiningu á milli
change og dijfusion, sem til dæmis Mark Hale fjallar talsvert um (sjá
Hale 2007:34 og 36, t.d. (en 1-47 til að fá heildarmyndina)). Hann
telur einmitt að ómarkviss notkun orðsins málbreyting (,,change“) hafí
staðið rannsóknum á málbreytingum íyrir þrifum (s.r. 29).
Tvennt er því til fyrirstöðu að nota orðin málbreyting og útbreiðsla til
að greina milli breytinga á málkunnáttu og tungumáli. í fyrsta lagi er
vafasamt að eigna málkunnáttufræðingum orðið málbreyting, sem hefð
er fyrir að nota í víðri merkingu. í öðru lagi geta rannsóknir á útbreiðslu
málbreytinga verið meðal viðfangsefna málkunnáttufræðinnar og varpað
ljósi á eðli málkunnáttunar, eins og bent hefur verið á. Ég tel því eðlilegra
að segja sem svo að málbreyting vísi til þess annars vegar að málkunn-
átta breytist og hins vegar að tungumál breytist. Málsöguffæðingar glíma
við málbreytingu í merkingunni ‘breyting á tungumáli’ en ‘breyting á
málkunnáttu’ er rannsóknarefhi málkunnáttuffæðinga.
2.3 Hvað er „breyting á málkunnáttu “?
Það er ekki markmið í sjálfu sér að gefa hugtökum nýja merkingu.
Tilgangurinn er að greina ólík viðfangsefni sem einföld hugtakanotk-
un getur falið. Hvers konar rannsóknarefni er „breyting á málkunn-
Málkunnátta er hins vegar alveg prýðilegt orð í þessu nýja samhengi, enda svipar
lýsingu Chomskys á „I-language“ mjög til fyrra lýsinga hans á „competence" (sjá
samanburð hjá Cook 1988:13-17).