Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 16
14
Margrét Guðmundsdóttir
áttu“? Er hún til dæmis fólgin í því að málkunnátta breytist í tímans
rás, þ.e. á æviferli málnotandans?
Á seinni árum hafa verið gerðar íslenskar rannsóknir, misviðamikl-
ar, sem benda til þess að málkunnáttan geti tekið breytingum á lífsleið
málnotandans. Hér er einkum um að ræða athuganir á framburði sem
fela í sér að mál sömu einstaklinga eða sömu kynslóðar er kannað með
nokkru millibili. Grunnurinn er viðamikil rannsókn Bjöms Guðfmns-
sonar (1946 og 1964) á framburði landsmanna á fimmta áratug 20.
aldar. Hann skoðaði fyrst og ffemst framburð bama um 11-12 ára aldur.
Á níunda áratugnum réðust Höskuldur Þráinsson og Kristján Áma-
son í Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN, sjá t.d. Höskuld
Þráinsson og Kristján Ámason 1992 sem hefur að geyma gott yfirlit
yfír rannsóknina) þar sem þeir skoðuðu m.a. þá kynslóð sem Bjöm
hafði rætt við og leituðust sérstaklega við að hafa uppi á einstakling-
um sem Bjöm talaði við á sínum tíma. Samanburður á niðurstöðum
Bjöms og RÍN hjá sömu kynslóð (þá milli fimmtugs og sextugs) gefur
vísbendingar um hvort fólk breytir framburði sínum. Skemmst er frá
því að segja að ríkjandi mállýskur sóttu yfírleitt á (sjá t.d. 11. kafla hjá
Kristjáni Ámasyni 2005; Kristján Ámason og Höskuld Þráinsson
1983:86-90; Höskuld Þráinsson og Kristján Ámason 1986, einkum
bls. 42^46, 49-51, 56; Höskuld Þráinsson og Kristján Ámason 1992:
106-113; Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason 2001; niðurstöður
um reykvísku gefa ekki jafnafdráttarlausa mynd af þróun ríkjandi
mállýskna, enda Reykjavík um margt sérstakt mállýskusvæði, sjá
Höskuld Þráinsson og Kristján Ámason 1984, einkum bls. 115-119,
123, 126 og 132-133; Höskuld Þráinsson og Kristján Ámason 1992:
104-106).7
Guðvarður Már Gunnlaugsson (1983) vann afmarkaðri rannsókn
þar sem hann bar saman gögn þeirra einstaklinga í Vestur-Skaftafells-
sýslu sem tóku þátt í báðum rannsóknunum. Guðvarður kannaði afdrif
skaftfellsks einhljóðaframburðar hjá þessu fólki, annars vegar þeim
7 Rétt er að geta þess að «g/-framburður virðist ekki á því undanhaldi sem fyrir
fram hefði mátt búast við miðað við takmarkaða útbreiðslu hans þegar Bjöm
Guðfmnsson gerði sína rannsókn (sjá Sigríði Sigurjónsdóttur 1985:14-22; Höskuld
Þráinsson og Kristján Ámason 1986:56-57).