Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 17
Málbreytingar í Ijósi málkunnáttufrœði
15
sem enn bjuggu í sýslunni og hins vegar þeim sem flutt höfðu til
Reykjavíkur. I ljós kom að hjá fólki sem flutti frá Vestur-Skaftafells-
sýslu eftir rannsókn Bjöms dró úr einhljóðaframburði. Það sama gild-
ir um þá sem heima sátu en breytingamar vom minni (sjá Guðvarð Má
Gunnlaugsson 1983:50-54; Kristján Amason og Höskuld Þráinsson
1983:90).
I tengslum við MA-ritgerð mína gerði ég sams konar athugun og
Guðvarður, nema á /zv-framburði þó að gögnin byðu raunar ekki upp
á jafnnákvæman samanburð.8 Eins og hjá Guðvarði kom í ljós að hjá
fólki sem flutti frá Vestur-Skaftafellssýslu eftir rannsókn Bjöms dró
úr /zv-framburði, eins hjá þeim sem heima sátu en breytingamar vom
minni9 10 (sjá Margréti Guðmundsdóttur 2002:142). Að auki gerði ég
litla könnun á þróun Æv-framburðar (þegar orð eins og buxur og lax em
borin fram með lokhljóði í stað önghljóðs) hjá fólki sem tók þátt í
RIN. Ég valdi reykvíska málhafa sem vom á aldrinum 12-20 ára
þegar RJN-rannsóknin fór fram og sýndu þá engin merki fo-fram-
burðar. Þeir voru 10 talsins og af þeim náði ég — tæpum 20 árum
8 Björn Guðfinnsson notaði sérstök spjöld sem hann merkti framburðinn inn á.
Þar var einhljóðaframburður aðgreindur eftir hljóðum. Að auki hafði Guðvarður text-
ana sem Björn lagði fyrir og vissi þvi hve mörg dæmi voru um hvert hljóðasamband
(o+gi, a+gi, i+gi, u+gi, e+gi). í RÍN var einkunnagjöf nákvæmari en hjá Bimi en á
grundvelli þessara gagna gat Guðvarður komist nær því að gefa þátttakendum hjá
Bimi einkunn sambærilega við þá sem fékkst með aðferðum í RÍN. Þetta var ekki
hægt þegar /iv-framburður var skoðaður því að textar em ekki alltaf tiltækir. Hins
vegar var svo mikið um hreinan /iv-framburð miðað við blandaðan framburð og hrein-
an Zrv-framburö, en það voru flokkamir sem Bjöm skipti fólki i á framburðarspjöld-
unum, að ljóst er að einkunnin fyrir /iv-framburð hjá hópnum í heild var mjög há.
9 Samanburður á þróun einhljóðaframburðar og /iv-framburðar hjá Vestur-
Skaftfellingum leiðir af sér athyglisverðar niðurstöður. Bæði tvíhljóðaframburður og
A'v-framburður em í sókn á kostnað þess gamla, en svo virðist sem áhrif blandaðs
framburðar í málumhverfinu á bæði böm sem eru að læra málið og fullorðna séu ólík
eftir því hvor mállýskan á í hlut. Því virðast einhljóðaframburður og /iv-framburður
vera að ijara út á ólíkan hátt (sjá Margréti Guðmundsdóttur 2002:136-145).
10 Vart þarf að taka fram að svo lítil rannsókn segir ekki mikið. Próforðin í RÍN
sem buðu upp á fcs-framburð vora aðeins tvö, þannig að vel er mögulegt að einhverj-
ir þessara einstaklinga hafi haft blandaðan framburð en bara ekki notað þessi tvö tæki-
færi til að sýna hann. Olíklegra er þó að svo hafi verið um þá alla, en líkindin er ekki
gott að reikna út.