Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 26
24
Margrét Guðmundsdóttir
Efitir sem áður er vert að spyrja: Kvikna nýjungar hjá fullorðnu
fólki? Var það roskinn karl sem fyrstur sagði: „Það var lamið mig í
æsku“? Það er ekki útilokað, en ýmis rök hníga að því að í mörgum
tilfellum kvikni nýjungar hjá bömum, þ.e.a.s. að máltaka nýrra kyn-
slóða sé „gjöful“ uppspretta málbreytinga. í þessu sambandi má benda
á að þegar litið er á útbreiðslu tiltölulega nýrra málbreytinga sést
gjama að þær em meira áberandi hjá yngri kynslóðum. Það virðist þá
benda til þess að þar sé uppsprettan. Um þetta vitna til dæmis niður-
stöður um fo-framburð í RIN (t.d. í Skagafirði), en ekki er að sjá að
Bjöm Guðfinnsson hafi orðið þeirrar breytingar var á 5. áratug 20.
aldar. Fjómm áratugum síðar er framburðurinn orðinn allalgengur og
gætir þá langmest hjá 20 ára og yngri (Höskuldur Þráinsson og Kristján
Árnason 1986:57-59,2001; Kristján Ámason og Höskuldur Þráinsson
2003).
Það eru því sterk rök fyrir því að málbreytingar kvikni, a.m.k. í
mörgum tilvikum, hjá bömum. Líkan af málbreytingu þarf að lýsa því
hvernig það gerist.
Til þess að lýsa tiltekinni málbreytingu þarf ekki aðeins tilgátu um
það hvemig málbreytingar eiga sér stað. Það þarf einnig að vinna með
líkan af málkunnáttunni sjálfri. Lýsing og skýring á málbreytingu
hlýtur að byggjast á líkani af málkunnáttu, tilgátu um það hvemig hún
er. Á bemskudögum málkunnáttufræðinnar var til dæmis mikil um-
ræða um hugtök eins og regluviðbót (e. rule addition), reglueinföldun
(e. rule simplification), reglutap (e. rule loss) og umröðun reglna (e.
rule reordering) (sjá t.d. Kiparsky 1982:16-20 og víðar; einnig King
1969:39-63 og Bynon 1977:108-169). Þannig var málbreytingum til
dæmis lýst með því að regla hefði einfaldast. Þetta gerir einmitt
Eiríkur Rögnvaldsson (1990:84-85) þar sem hann fjallar um að breyt-
ingin á eignarfalli eintölu í orðum eins og drottning, frá -c/r-endingu
til -u, felist í fækkun þátta í reglunni og sé því einföldun hennar. Hér
endurspeglast að unnið er út frá líkani þar sem málkunnáttan felur í sér
virkar reglur. Sá sem vinnur út firá annars konar líkani hlýtur að lýsa
málbreytingum á annan hátt.
Eins og fram hefur komið má segja að líkön málkunnáttufræðinn-
ar nái strangt til tekið aðeins til einnar málkunnáttu. Þeim sem rann-