Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 30
28 Margrét Guðmundsdóttir
ber bolti fram með órödduðu /), hefur barnið greint málkunnáttuna á
rangan hátt.
Hér má vitaskuld spyrja hvert sé markmið bamsins. „Ætlar það
sér“ að smíða sams konar málkunnáttu og fyrirmyndimar eða ætlar
það sér einungis að smíða eitthvert kerfi sem getur „framleitt“ sams
konar málbeitingu? Og hversu kröfuhart er það þá um líkindin? Vill
það ná tökum á eins málbeitingu, eða aðeins nógu líkri til að hún dugi?
Þessu tel ég megi svara á eftirfarandi hátt: Ef náttúran legði það í
hendur hvers og eins að meta hvað er „nógu líkt“ væri mál manna
eflaust ólíkara en raunin er. Það dugir t.d. alveg til að skiljast að
beygja sterkar sagnir veikt, en eins og kunnugt er gera flest böm það
á ákveðnu stigi í máltökunni. Barn sem segir frjósaði fyrir fraus lend-
ir ekki í teljandi vandræðum í samskiptum sínum við aðra, hvorki
böm né fullorðna. Þrátt fyrir það er meginreglan sú að böm læra
sterku beyginguna, þau láta sér ekki nægja eitthvað sem „dugir“.
Markmiðið hlýtur því að vera að ná tökum á eins málbeitingu. En mál-
beitingin byggist á málkerfi. Ef máltakan fælist í því að líkja eftir mál-
beitingu fyrirmyndanna, myndu börn þá ekki hegða sér eins og páfa-
gaukar, éta upp það sem þau heyra og láta þar við sitja? Sú er alls ekki
raunin; tilraunir bama á máltökuskeiði endurspegla tilraunir til að
smíða málkerfi sem virkar „rétt“. Og í flestum tilvikum virðist þeim á
endanum takast það í meginatriðum. Væri það svo ef máltaka fælist í
því að smíða „eitthvert kerfi“ sem framleiðir eins málbeitingu og
fyrirmyndimar? Samkvæmt hugmyndum allsherjarmálfræðingar (e.
universal grammar) hafa böm ákveðna meðfædda málkunnáttu (e.
language faculty) eða „vitneskju“ um lögmál sem em algild fyrir
tungumál. Chomsky lýsir þessu svo að hjá nýfæddu bami sé málkunn-
áttan á einhvers konar núllpunkti (e. initial (zero) state, S0). Þróunin á
máltökuskeiði felur svo í sér ýmis stig (Sl5 S, o.s.frv.) og nær loks
stigi þar sem stöðugleiki ríkir (Ss) (sjá Chomsky 1986:24-25, 52 og
víðar; einnig Cook 1988:55). Allsherjarmálfræðinni er ætlað að skýra
hvemig stendur á því að við læmm að tala þó svo að gögnin sem við
höfum úr að moða, þ.e. málbeiting annarra, ættu alls ekki að nægja til
að öðlast svo flókna kunnáttu. Það væri í mikilli mótsögn við þessa til-
gátu að gera ráð fyrir því að ofan á þessa meðfæddu vitneskju berjist