Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 31
Málbreytingar í Ijósi málkunnáttufrœði
29
hver og einn við að byggja upp „eitthvert brúklegt kerfí“. Það er því í
samræmi við hugmyndir allsheijarmálfræðinnar að gera ráð fyrir að hluti
af hinni meðfæddu vitneskju sé einmitt vitundin um það að upplýsing-
amar sem berast gegnum málbeitingu annarra séu byggðar á tilteknu
kerfi, sem þarf að „finna út“ hvemig er, en ekki smíða frá gmnni.
I ljósi þessa er gengið út frá því hér að „markmið“ bamsins sé að
ná tökum á sams konar málbeitingu og fyrirmyndirnar, með því að
byggja upp sams konar málkunnáttu og fyrirmyndirnar hafa. Markmið
bamsins er að greina eða túlka málbeitinguna þannig að til verði sams
konar málkunnátta. í samræmi við það em hér stundum notuð orðin
„mistúlkun" og jafnvel „mistök“ þegar greiningin leiðir ekki til niður-
stöðu í samræmi við markmiðið.
Málbreytingin birtist okkur að jafnaði sem munurinn á málbeit-
ingu móður og bams, B, og B^. Þrátt fyrir það skiptir munurinn á Bj
og B2 ekki meginmáli. Málbreyting hefur orðið, samkvæmt skilgrein-
ingunni, ef málbeiting bamsins er byggð á annars konar málkunnáttu
en móðirin hefur, jafnvel þó að barnið túlki gögnin þannig að mál-
beiting þess verði eins og málbeiting móðurinnar. Það er vel mögulegt
að þetta gerist í einhverjum tilvikum, þ.e. að málbreyting verði án þess
að það birtist í málbeitingunni. Til dæmis hafa verið færð rök að því
að í orðum eins og langur og fengur séu baklæg einhljóð og virk
hljóðkerfisregla og svo önnur rök fyrir því að þama séu baklæg tví-
hljóð (sjá Halldór Ármann Sigurðsson 1981 og Eirík Rögnvaldsson
1993:84). Hver veit nema þetta sé á annan veginn hjá sumum en hinn
veginn hjá öðrum? Um leið má þá hugsa sér að málbreyting verði
þannig að bam á máltökuskeiði fínni nýja leið að gömlu marki, þ.e. að
málkunnátta þess verði frábrugðin málkunnáttu fyrirmyndanna en
málbeitingin eins (sjá sams konar hugmyndir hjá Eiríki Rögnvalds-
syni 1994-1995:40^12 og Halldóri Ármanni Sigurðssyni 1988:23).
Hins vegar sjá málfræðingar tæpast slíkar breytingar, þær birtast okk-
ur ekki, og þess vegna verða þær ekki rannsóknarefni. Það útilokar þó
ekki tilvist þeirra.
Líkanið í (6) hefur þann galla að það getur túlkað allt sem er í mál-
kunnáttu fyrirmyndarinnar en ekki í málkunnáttu bamsins (eða öfúgt)
sem málbreytingu. Ef bamið lærir til dæmis ekki einhver orð sem eru